Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:00 Stóru-Laugar eru á besta stað. Hvammur Eignamiðlun Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira