Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:00 Stóru-Laugar eru á besta stað. Hvammur Eignamiðlun Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða tvö hús undir gisti- og veitingarekstur auk stórrar lóðar þar sem jafnframt sé hægt að vera með tjaldsvæði. Þar segir að Stóru-Laugar séu í fallegu umhverfi Reykjadals sem sé skemmtilega staðsettur á milli margra helstu ferðamannastöðum Norðurlands. Aðeins sextíu kílómetrar séu til Akureyrar, fjörutíu til Húsavíkur og um þrjátíu til Mývatns. Þá séu Laugar séu í göngufæri þar sem finna megi sundlaug, framhaldsskóla og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Átján herbergi, heitur pottur og veislusalur Að Stóru-Laugum eru tvö ferðaþjónustuhús, annars vegar steypt hús, sem byggt var árið 1949, á tveimur hæðum auk riss. Húsið var gert upp og því breytt í gistiheimili árið 2006. Í húsinu er tíu herbergi, öll með baðherbergi. Sjö herbergi á hæðunum eru sögð mjög rúmgóð en þrjú herbergi í risinu eru sögð minni en skemmtileg og undir súð. Sunnan við húsið er stór pallur og rúmgóður steyptur heitur pottur. Útsýnið úr heita pottinum er ekki af verri gerðinni.Hvammur Eignamiðlun Hitt húsið var byggt árið 2013 og er skráð 436,5 fermetrar að stærð. Neðri hæðin er steypt og skiptist í móttöku, veitingasal, setustofu, eldhús, salerni, starfsmannaaðstöðu og geymslur. Efri hæðin er samsett úr timbureiningum og skiptist í átta herbergi sem öll eru með baðherbergjum og sérinngangi. Stór timburverönd er við suðurhlið hússins en einnig er timbuverönd þar sem gengið er inn í herbergin á austur- og norðurhlið hússins. Nýrra húsið er sérbúið fyrir ferðaþjónustu.Hvammur Eignamiðlun Húsin eru á 21.404 fermetra eignarlóð. Nyrst á lóðinni eru salerni sem notuð voru fyrir tjaldsvæði sem þar var rekið um tíma og þar eru jafnframt rafmagnstenglar fyrir ferðahýsi. Seljendur vilja helst selja félagið sem heldur utan um reksturinn og á fasteignirnar og við sölu fylgja með allir rekstrarmunir sem og bókanir. Hér má lesa ítarlegt söluyfirlit og sjá fleiri myndir.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira