Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að rætt hafi verið við nokkur vitni en enn vanti frekari upplýsingar í málinu.
Krufningu er lokið en Grímur segir lögregluna að svo stöddu ekki munu ræða hverju hún skilaði. Lögreglan hefur upptökur úr eftirlitsmyndavélum sundlaugarinnar til skoðunar sem sýna aðdraganda þess að maðurinn missti meðvitund.
Grímur segir engan með stöðu sakbornings í málinu.