„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. janúar 2023 07:01 Kári Kristján Kristjánsson er harður á því að íslenska liðið eigi að stefna á verðlaunasæti á HM í handbolta. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt. Felstir voru þeir sammála um það að svo væri ekki. Kári Kristján Kristjánsson segir að liðið eigi að stefna á verðlaunasæti. „Nei alls ekki. Þetta eru bara held ég raunhæfar kröfur. Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað,“ sagði Kári. Þá vildu Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Stefánsson báðir meina að strákarnir í hópnum vildu finna fyrir þessari pressu sem komin er frá íslensku þjóðinni. „Ég held að við séum með þannig gæja í þessum hóp að þeir vita bara um hvað þetta snýst og ég held að við getum bara sett hvaða pressu sem við viljum. Og þeir finna svo bara út úr því,“ sagði Ólafur. Pressan geti verið þungur kross að bera Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, var þó einn af þeim sem sagði að pressan gæti komið sér illa fyrir liðið. „Það er margt sem lítur vel út, en þessar væntingar sem er búið að setja á liðið er þungur kross að bera og það er ákveðin kúnst að stýra því. Auðvitað er gott að fólk hefur trú á liðinu en engu að síður hefur sagan kennt okkur það að það er betra að vaðið fyrir neðan sig þegar maður fer í svona mót og stilla væntingunum í hóf. Ég hef enga trú á öðru en að Guðmundur geri það með sinni einstöku snilld,“ sagði Aðalsteinn. Mikilvægt að byrja mótið vel Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni og markahæsti landsliðsmaður heims, segist vera gríðarlega bjartsýnn fyrir mótinu. „Ég er eins og flestir. ég er rosalega bjartsýnn, en náttúrulega af eigin reynslu þá veit ég það að það er rosalega mikilvægt að byrja mótið vel. Við vitum að við erum í erfiðum riðli og það skiptir miklu máli að byrja vel, það skiptir miklu máli að taka með sér stig í milliriðilinn og það skiptir máli að koma sér í átta liða úrslitaleikinn og þá getur allt gerst,“ „Ég er ekki að fara að standa hérna og segja að við séum að fara að vinna alla leiki, en við erum með lið sem getur unnið alla. Þegar þú lítur yfir hópinn þá er enginn leikmaður í hópnum sem er einhversstaðar að spila lítið eða í litlu hlutverki í sínu liði. Það er að koma aftur upp lið eins og við vorum með fyrir þónokkrum árum síðan þar sem allir eru í virkilega góðum og stórum hlutverkum og eru mikilvægir og góðir leikmenn. Plús það að þeir eru í góðu formi og eru allir að mínu mati að spila alveg gríðarlega vel.“ Að lokum sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni, að ef Ísland ætlaði sér einhverntíman að verða heimsmeistari í handbolta þá væri rétti tíminn núna. „Það er allt í lagi að vera með kassann út núna fyrir mót og ég held að ef þeir vinna ekki núna þá veit ég ekki hvenær þeir vinna.“ Svava ræddi einnig við þau Rúnar Kárason, Rakel Dögg Bragadóttur, Örn Þrastarson, Anton Rúnarsson og Harald Þorvarðarson, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þjálfarar og fyrrum landsliðsmenn um möguleika Íslands á HM Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Felstir voru þeir sammála um það að svo væri ekki. Kári Kristján Kristjánsson segir að liðið eigi að stefna á verðlaunasæti. „Nei alls ekki. Þetta eru bara held ég raunhæfar kröfur. Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað,“ sagði Kári. Þá vildu Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Stefánsson báðir meina að strákarnir í hópnum vildu finna fyrir þessari pressu sem komin er frá íslensku þjóðinni. „Ég held að við séum með þannig gæja í þessum hóp að þeir vita bara um hvað þetta snýst og ég held að við getum bara sett hvaða pressu sem við viljum. Og þeir finna svo bara út úr því,“ sagði Ólafur. Pressan geti verið þungur kross að bera Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, var þó einn af þeim sem sagði að pressan gæti komið sér illa fyrir liðið. „Það er margt sem lítur vel út, en þessar væntingar sem er búið að setja á liðið er þungur kross að bera og það er ákveðin kúnst að stýra því. Auðvitað er gott að fólk hefur trú á liðinu en engu að síður hefur sagan kennt okkur það að það er betra að vaðið fyrir neðan sig þegar maður fer í svona mót og stilla væntingunum í hóf. Ég hef enga trú á öðru en að Guðmundur geri það með sinni einstöku snilld,“ sagði Aðalsteinn. Mikilvægt að byrja mótið vel Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni og markahæsti landsliðsmaður heims, segist vera gríðarlega bjartsýnn fyrir mótinu. „Ég er eins og flestir. ég er rosalega bjartsýnn, en náttúrulega af eigin reynslu þá veit ég það að það er rosalega mikilvægt að byrja mótið vel. Við vitum að við erum í erfiðum riðli og það skiptir miklu máli að byrja vel, það skiptir miklu máli að taka með sér stig í milliriðilinn og það skiptir máli að koma sér í átta liða úrslitaleikinn og þá getur allt gerst,“ „Ég er ekki að fara að standa hérna og segja að við séum að fara að vinna alla leiki, en við erum með lið sem getur unnið alla. Þegar þú lítur yfir hópinn þá er enginn leikmaður í hópnum sem er einhversstaðar að spila lítið eða í litlu hlutverki í sínu liði. Það er að koma aftur upp lið eins og við vorum með fyrir þónokkrum árum síðan þar sem allir eru í virkilega góðum og stórum hlutverkum og eru mikilvægir og góðir leikmenn. Plús það að þeir eru í góðu formi og eru allir að mínu mati að spila alveg gríðarlega vel.“ Að lokum sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni, að ef Ísland ætlaði sér einhverntíman að verða heimsmeistari í handbolta þá væri rétti tíminn núna. „Það er allt í lagi að vera með kassann út núna fyrir mót og ég held að ef þeir vinna ekki núna þá veit ég ekki hvenær þeir vinna.“ Svava ræddi einnig við þau Rúnar Kárason, Rakel Dögg Bragadóttur, Örn Þrastarson, Anton Rúnarsson og Harald Þorvarðarson, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þjálfarar og fyrrum landsliðsmenn um möguleika Íslands á HM
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira