Liðin eru í harðri baráttu um miðja deild og því um mikilvægan leik að ræða. Jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og það voru gestirnir í Libertas Moncalieri sem leiddu með tveimur stigum í hálfleik, staðan 37-35.
Sara og stöllur hennar reyndust hins vegar sterkari í síðari hálfleik og snéru taflinu sér í hag strax í þriðja leikhluta. Heimakonur sigldu svo að lokum heim tíu stiga sigri, 72-62.
Faenza situr nú í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir 15 leiki, tveimur stigum á eftir Libertas Moncalieri sem situr sæti ofar.