Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 09:01 Bjarki Már Elísson á ferðinni með kórónuveirugrímuna á EM í Ungverjalandi í fyrra. Getty/Kolektiff Images Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sendi póst á IHF en það voru ekki mikil viðbrögð við því. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson ræddi þetta mál við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Íslenska liðið missti hvern leikmanninn á fætur öðrum í einangrun vegna Covid á Evrópumótinu í fyrra? „Ég bjóst alls ekki við því. Ég átti ekki til orð þegar ég las þetta að það yrði fimm daga sóttkví,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Ég get líka sagt það að ég á marga vini í öðrum landsliðum og það vill þetta enginn. Ég skil ekki fyrir hvern þeir eru að gera þetta. Það er glórulaust að fara gegn reglum í löndunum sem eru að halda mótið,“ sagði Bjarki Már. „Það var heimsmeistaramót í fótbolta í síðasta mánuði þar sem maður heyrði ekki einu orði minnst á þetta. Nú erum við að koma á HM í handbolta sem er hundrað sinnum minna og það eru allir að deyja úr áhyggjum yfir þessu,“ sagði Bjarki. „Ég er orðlaus en ég vona að þeir breyti einhverju og ég vona að Bjöggi hafi haft einhver áhrif. Því miður þá eru þeir þrjóskir þarna og ég held að það breytist ekki neitt. Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Bjarki. „Ég vona að það verði næg umræða og nógu mikill þrýstingur til þess að þetta verði dregið til baka,“ sagði Bjarki. Hér fyrir neðan má sjá meira af viðtalinu við Bjarka. Klippa: Viðtal við Bjarka Má um Covid-reglur á HM Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sendi póst á IHF en það voru ekki mikil viðbrögð við því. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson ræddi þetta mál við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Íslenska liðið missti hvern leikmanninn á fætur öðrum í einangrun vegna Covid á Evrópumótinu í fyrra? „Ég bjóst alls ekki við því. Ég átti ekki til orð þegar ég las þetta að það yrði fimm daga sóttkví,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Ég get líka sagt það að ég á marga vini í öðrum landsliðum og það vill þetta enginn. Ég skil ekki fyrir hvern þeir eru að gera þetta. Það er glórulaust að fara gegn reglum í löndunum sem eru að halda mótið,“ sagði Bjarki Már. „Það var heimsmeistaramót í fótbolta í síðasta mánuði þar sem maður heyrði ekki einu orði minnst á þetta. Nú erum við að koma á HM í handbolta sem er hundrað sinnum minna og það eru allir að deyja úr áhyggjum yfir þessu,“ sagði Bjarki. „Ég er orðlaus en ég vona að þeir breyti einhverju og ég vona að Bjöggi hafi haft einhver áhrif. Því miður þá eru þeir þrjóskir þarna og ég held að það breytist ekki neitt. Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Bjarki. „Ég vona að það verði næg umræða og nógu mikill þrýstingur til þess að þetta verði dregið til baka,“ sagði Bjarki. Hér fyrir neðan má sjá meira af viðtalinu við Bjarka. Klippa: Viðtal við Bjarka Má um Covid-reglur á HM
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira