„Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 21:31 Árni Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi sjómaður til margra ára. Vísir/Arnar Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó. Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis. Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis.
Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira