Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2023 14:50 Farþeginn sem tók umrætt myndband sat í aftursæti þyrlunnar sem er hér til hægri. Allir um borð í henni komust lífs af. Sex voru um borð í hinni þyrlunni. Fjögur létust og tvö eru alvarlega slösuð. Dave Hunt/AAP Image via AP Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð. Ástralski fjölmiðillinn 7News Australia birti umrædd myndband í dag. Myndbandið er tekið af einum farþega vélarinnar og sýnir augnablikin í aðdraganda þess að þyrlurnar tvær rákust saman. Á myndbandinu má sjá farþega í aftursæti vélarinnar reyna að ná athygli flugmanns þyrlunnar með því að banka á öxl hans, áður en hann sést grípa í sætið fyrir framan sig á því augnabliki sem þyrlurnar rekast saman. Reikna má með því að farþeginn hafi reynt að vara flugmanninn við. Fjögur létust í slysinu, öll um borð í hinni þyrlunni sem var á uppleið er slysið varð. Þyrlan sem myndbandið var tekið um borð í var á niðurleið. Flugmaður þeirrar þyrlu tókst að lenda vélinni á sandrifi. Þau sem voru um borð í þeirri þyrlu hluti flest minniháttar meiðsli og komust öll lífs af. Flugmaður þeirrar þyrlu er sagður hafa sýnt aðdáunarverða hæfni með því að ná að lenda þyrlunni, þrátt fyrir talsverðar skemmdir og þá staðreynd að þyrluspaði hinnar þyrlunnar fór í gegnum framrúðu þeirrar þyrlu. Í frétt 7News Australia er rætt við Geoff Thomas, sérfræðing í flugmálum, sem horfði á myndbandið og segir að útlit sé fyrir að flugmaður þyrlunnar sem myndbandið var tekið í hafi ekki séð hina þyrluna. Slysið átti sér stað Sea World skemmtigarðinum í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Fréttir af flugi Ástralía Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir árekstur tveggja þyrla nærri Sea World Fjórir eru látnir og þrír alvarlega slasaðir eftir að tvær þyrlur rákust saman nærri Sea World í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu, í nótt. 2. janúar 2023 07:19 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Ástralski fjölmiðillinn 7News Australia birti umrædd myndband í dag. Myndbandið er tekið af einum farþega vélarinnar og sýnir augnablikin í aðdraganda þess að þyrlurnar tvær rákust saman. Á myndbandinu má sjá farþega í aftursæti vélarinnar reyna að ná athygli flugmanns þyrlunnar með því að banka á öxl hans, áður en hann sést grípa í sætið fyrir framan sig á því augnabliki sem þyrlurnar rekast saman. Reikna má með því að farþeginn hafi reynt að vara flugmanninn við. Fjögur létust í slysinu, öll um borð í hinni þyrlunni sem var á uppleið er slysið varð. Þyrlan sem myndbandið var tekið um borð í var á niðurleið. Flugmaður þeirrar þyrlu tókst að lenda vélinni á sandrifi. Þau sem voru um borð í þeirri þyrlu hluti flest minniháttar meiðsli og komust öll lífs af. Flugmaður þeirrar þyrlu er sagður hafa sýnt aðdáunarverða hæfni með því að ná að lenda þyrlunni, þrátt fyrir talsverðar skemmdir og þá staðreynd að þyrluspaði hinnar þyrlunnar fór í gegnum framrúðu þeirrar þyrlu. Í frétt 7News Australia er rætt við Geoff Thomas, sérfræðing í flugmálum, sem horfði á myndbandið og segir að útlit sé fyrir að flugmaður þyrlunnar sem myndbandið var tekið í hafi ekki séð hina þyrluna. Slysið átti sér stað Sea World skemmtigarðinum í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Fréttir af flugi Ástralía Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir árekstur tveggja þyrla nærri Sea World Fjórir eru látnir og þrír alvarlega slasaðir eftir að tvær þyrlur rákust saman nærri Sea World í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu, í nótt. 2. janúar 2023 07:19 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Fjórir látnir eftir árekstur tveggja þyrla nærri Sea World Fjórir eru látnir og þrír alvarlega slasaðir eftir að tvær þyrlur rákust saman nærri Sea World í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu, í nótt. 2. janúar 2023 07:19