Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 09:00 Kevin McCarthy (f.m.) ræði við félaga sína á þingfundi í gær þar sem fulltrúadeildin kaus þrisvar um forseta en án afgerandi niðurstöðu. AP/Alex Brandon Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. McCarthy varð fyrsta þingforsetaefni meirihlutaflokks í fulltrúadeildinni til þess að ná ekki kjöri í heila öld þegar nýtt Bandaríkjaþing kom saman á þriðjudag. Hann náði hvorki meirihluta atkvæða þingheims í þremur atkvæðagreiðslum á þriðjudag né þremur til viðbótar í gær. Staðan þýðir að ekki hefur verið hægt að sverja inn nýja þingmenn. Störf þingnefnda sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu liggja í lamasessi og þá geta verðandi þingmenn ekki fengið leynilegar upplýsingar frá leyniþjónstustofnunum eða hernum, að sögn New York Times. Yfirleitt hefur það verið formsatriði fyrir fulltrúadeildina að kjósa sér forseta. Síðast þurfti fleiri en eina atkvæðagreiðslu árið 1923. Langvinnasta deilan um þingforseta var árið 1855 þegar þrælahald var bitbein þingmanna í aðdraganda borgarastríðsins sem hófst sex árum síðar. Hún varði í tvo mánuði og greiddi þingið atkvæði 133 sinnum. Byron Donalds, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, var sá sem tuttugu íhaldssömustu repúblikanarnir tefldu fram gegn McCarthy í gær.AP/Jacquelyn Martin Tapaði atkvæði Repúblikanar eru aðeins með tíu manna meirihluta í fulltrúadeildinni en tuttugu íhaldssömustu þingmenn flokksins koma í veg fyrir að McCarthy nái kjöri. Þeir hafa ekki gefið sig þrátt fyrir verulegar tilslakanir McCarthys. Þess í stað tilnefndi hópurinn Byron Donalds, félaga sinn frá Flórída, til forsetaembættisins. Andstaða hópsins, sem nefnir sig Frelsisþinghópinn (e. House Freedom Caucus), þýðir að McCarthy hefur fengið færri atkvæði en demókratinn Hakeem Jeffries í atkvæðagreiðslunum sex til þessa. Hvorugur þeirra hefur náð meirihluta. Engan bilbug var þó á McCarthy að finna í gærkvöldi. Áður en þingfundi var frestað sagði hann ekkert samkomulag í höfn ennþá en að árangur hefði náðst. Árangurinn var þó ekki meiri en svo að McCarthy tapaði atkvæði eins félaga síns sem sat hjá við eina atkvæðagreiðsluna. AP-fréttastofan segir að búast megi við löngum þingfundi þegar hann hefst aftur á hádegi að staðartíma í dag. Ekki stóð til að þingið kæmi saman á morgun föstudag en þá verða tvö ár liðin frá árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið. Tveir af hörðustu andstæðingum McCarthy í þingflokki repúblikana, Matt Gaetz (t.h.) og Jim Jordan (f.m.) ræða saman í fulltrúadeildinni í gær. Gaetz hefur meðal annars sagt að honum sé sama þó að deilurnar leiði til þess að leiðtogi demókrata verði þingforseti.AP/Alex Brandon Vildi að Trump segði McCarthy að leggja árar í bát Frelsisþinghópurinn hefur þegar neytt McCarthy til þess að láta undan fjölda krafna þeirra, þar á meðal að aðeins fimm þingmenn þurfi til þess að kalla fram vantraustsatkvæðagreiðslu um þingforseta hvenær sem er. Hópurinn vill einnig ná fram ýmsum breytingum á þingsköpum og fá fleiri sæti í þingnefndum fyrir félaga sína. Eins vill hann að forystusveit flokksins skipti sér ekki af prófkjörum um opin sæti í kjördæmum þar sem repúblikanar eiga sigurinn vísan. Þingmennirnir í hópnum eru taldir þeir tryggustu Trump, fyrrverandi forseta, í þingflokknum. Engu að síður nýtur McCarthy stuðnings Trumps til að verða forseti. Sá stuðningur virðist þó lítið hafa að segja. Lauren Boebert, þingkona frá Colorado, hvatti Trump til þess að segja McCarthy að gefast upp. „Þú ert ekki með nógu mörg atkvæði og það er kominn tími til að draga sig í hlé, herra,“ vildi Boebert að Trump segði McCarthy. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
McCarthy varð fyrsta þingforsetaefni meirihlutaflokks í fulltrúadeildinni til þess að ná ekki kjöri í heila öld þegar nýtt Bandaríkjaþing kom saman á þriðjudag. Hann náði hvorki meirihluta atkvæða þingheims í þremur atkvæðagreiðslum á þriðjudag né þremur til viðbótar í gær. Staðan þýðir að ekki hefur verið hægt að sverja inn nýja þingmenn. Störf þingnefnda sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu liggja í lamasessi og þá geta verðandi þingmenn ekki fengið leynilegar upplýsingar frá leyniþjónstustofnunum eða hernum, að sögn New York Times. Yfirleitt hefur það verið formsatriði fyrir fulltrúadeildina að kjósa sér forseta. Síðast þurfti fleiri en eina atkvæðagreiðslu árið 1923. Langvinnasta deilan um þingforseta var árið 1855 þegar þrælahald var bitbein þingmanna í aðdraganda borgarastríðsins sem hófst sex árum síðar. Hún varði í tvo mánuði og greiddi þingið atkvæði 133 sinnum. Byron Donalds, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, var sá sem tuttugu íhaldssömustu repúblikanarnir tefldu fram gegn McCarthy í gær.AP/Jacquelyn Martin Tapaði atkvæði Repúblikanar eru aðeins með tíu manna meirihluta í fulltrúadeildinni en tuttugu íhaldssömustu þingmenn flokksins koma í veg fyrir að McCarthy nái kjöri. Þeir hafa ekki gefið sig þrátt fyrir verulegar tilslakanir McCarthys. Þess í stað tilnefndi hópurinn Byron Donalds, félaga sinn frá Flórída, til forsetaembættisins. Andstaða hópsins, sem nefnir sig Frelsisþinghópinn (e. House Freedom Caucus), þýðir að McCarthy hefur fengið færri atkvæði en demókratinn Hakeem Jeffries í atkvæðagreiðslunum sex til þessa. Hvorugur þeirra hefur náð meirihluta. Engan bilbug var þó á McCarthy að finna í gærkvöldi. Áður en þingfundi var frestað sagði hann ekkert samkomulag í höfn ennþá en að árangur hefði náðst. Árangurinn var þó ekki meiri en svo að McCarthy tapaði atkvæði eins félaga síns sem sat hjá við eina atkvæðagreiðsluna. AP-fréttastofan segir að búast megi við löngum þingfundi þegar hann hefst aftur á hádegi að staðartíma í dag. Ekki stóð til að þingið kæmi saman á morgun föstudag en þá verða tvö ár liðin frá árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið. Tveir af hörðustu andstæðingum McCarthy í þingflokki repúblikana, Matt Gaetz (t.h.) og Jim Jordan (f.m.) ræða saman í fulltrúadeildinni í gær. Gaetz hefur meðal annars sagt að honum sé sama þó að deilurnar leiði til þess að leiðtogi demókrata verði þingforseti.AP/Alex Brandon Vildi að Trump segði McCarthy að leggja árar í bát Frelsisþinghópurinn hefur þegar neytt McCarthy til þess að láta undan fjölda krafna þeirra, þar á meðal að aðeins fimm þingmenn þurfi til þess að kalla fram vantraustsatkvæðagreiðslu um þingforseta hvenær sem er. Hópurinn vill einnig ná fram ýmsum breytingum á þingsköpum og fá fleiri sæti í þingnefndum fyrir félaga sína. Eins vill hann að forystusveit flokksins skipti sér ekki af prófkjörum um opin sæti í kjördæmum þar sem repúblikanar eiga sigurinn vísan. Þingmennirnir í hópnum eru taldir þeir tryggustu Trump, fyrrverandi forseta, í þingflokknum. Engu að síður nýtur McCarthy stuðnings Trumps til að verða forseti. Sá stuðningur virðist þó lítið hafa að segja. Lauren Boebert, þingkona frá Colorado, hvatti Trump til þess að segja McCarthy að gefast upp. „Þú ert ekki með nógu mörg atkvæði og það er kominn tími til að draga sig í hlé, herra,“ vildi Boebert að Trump segði McCarthy.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05