Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2023 21:31 Útisvæði Sundhallar Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku ef allt gengur eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu. Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira