Varnarstefna fyrir Ísland? Friðrik Jónsson skrifar 4. janúar 2023 17:01 Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Friðrik Jónsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun