Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 11:46 Lúther Ólason er formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta. Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta.
Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira