„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 12:01 Hákon Daði Styrmisson hefur náð sér að fullu eftir krossbandsslit. stöð 2 sport Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að fara á sitt fyrsta stórmót. Hann segir að biðin eftir því hvort hann yrði valinn í landsliðshópinn hafi verið nokkuð stressandi. „Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01
Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31