Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 07:33 Áhyggjur eru uppi um að McCarthy muni ekki takast að sameina þingflokkinn að baki sér. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02