„Nú gefst ég upp“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 20:20 Eggert segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans en hann er þó ekki bjartsýnn. Samsett Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Eiginkona Eggerts er einnig menntuð innan heilbrigðisgeirans og starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni. Hún sagði upp störfum síðasta vor, af sömu ástæðum og Eggert. „Við sáum einmitt fréttinar af bílsslysinu í dag, þar sem níu manns voru fluttir á bráðadeildina. Við litum bara hvort á annað og hugsuðum með okkur hvernig í ósköpunum það ætti eftir að ganga að sinna þessu tilfelli á bráðamóttökunni,“ segir Eggert í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það má segja að það sem hafi endanlega fyllt mælinn hjá mér var þegar ég las fjárlögin fyrir þetta ár og sá að það átti að lækka fjárframlög til nýbyggingar Landspítala. Það er alveg á hreinu að menn hafa nákvæmlega engan áhuga að bæta ástandið á spítalanum. Við vitum að það er hægt, en viljinn er greinilega ekki þarna.“ Eggert segist ekki hafa tölu á þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hrökklast úr starfi undanfarin ár vegna ástandsins. Hann hefur einnig horft á eftir fjölmörgum öðrum sérfræðilæknum. Afleiðingarnar eru þær að ekki hefur verið hægt að fullmanna vaktir á bráðamóttökunni. Allajafna ættu níu sérfræðilæknar að vera á vakt hverju sinni en Eggert man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann tekist. Sjálfur hefur hann oftar en ekki lent í því að þurfa að sinna þriggja manna starfi. „Við þessar aðstæður geta læknar einfaldlega ekki sinnt sínu starfi eins og ætlast er til og sjúklingar geta heldur ekki fengið viðeigandi þjónustu.“ Fjölskyldan er í fyrsta sæti Aðspurður segist Eggert ekki vita hvað taki nú við hjá sér en víst er að hann ætlar að setja sjálfan sig, fjölskylduna og heimilið í fyrsta sæti, enda löngu kominn tími til. Eggert birti færslu á facebooksíðu sinni fyrr í dag sem fengið hefur sterk viðbrögð en þar segist hann vona að eitthvað muni breytast til hins betra innan veggja spítalans svo fólki verði gert kleift að starfa þar við ásættanlegar kringumstæður. „Á bráðamóttöku Landspítala starfar gríðarlega duglegt, ósérhlífið og fært fólk í öllum stöðum. Vanvirðingin sem þessu fólki er sýnd af hálfu yfirvalda og á stundum stjórnenda Landspítala er ólýsanleg og ég gat ekki meir. Ég mun sakna þess að vinna við það fag sem ég valdi mér sem ævistarf og hef þjálfað mig til að sinna undanfarin fimmtán ár. Em fjölskyldan mín fyrst og fremst, en líka líkamleg og andleg heilsa er mér mikilvægari. Ég vona innilega að stjórnvöldum og stjórnendum LSH takist að snúa dæminu við, en leyfi mér að vera svartsýnn.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira