„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. janúar 2023 21:22 Sirrý Arnardóttir hefur fengið mikil viðbrögð við færslu þar sem hún furðar sig á því að algjörlega vanhæfir bílstjórar fái að leigja bíl hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. „Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður. Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
„Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður.
Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira