Þurfa að bíða fram á næsta dag eftir pening fyrir flöskur og dósir Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 14:14 Ný greiðslukassi á móttökustöð Endurvinnslunnar. Nú er skilagjald greitt í gegnum snjallforrit eða með millifærslu í kössum sem þessum. Vísir/Sigurður Orri Viðskiptavinir Endurvinnslunnar geta ekki lengur fengið greitt samstundis fyrir flöskur og dósir með greiðslukorti. Þess í stað þurfa þeir að sækja sér snjallforrit eða millifæra inn á reikning. Fyrst um sinn verður skilagjaldið ekki millifært fyrr en næsta virka dag á eftir. Sértæk greiðslulausn fyrir Endurvinnsluna sem hefur boðið upp á þann möguleika að leggja skilagjald fyrir flöskur og dósir samstundis inn á reikning með því að renna greiðslukorti í gegnum kortalesara var tekin úr notkun um áramótin. Í tilkynningu á vefsíðu Endurvinnslunnar kemur fram að þetta sé vegna breytinga á grunnkerfum kortafærslna. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgi sagði Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, að ekki væri gert ráð fyrir endurgreiðslum hjá greiðsluhirðum og því hafi þurft að finna nýja lausn. Í staðinn geta viðskiptavinir annað hvort náð sér í sérstakt snjallforrit og fengið skilagjaldið greitt í gegnum síma. Þeir sem annað hvort eiga ekki síma eða vilja ekki ná sér í forritið geta notað greiðslukassa á móttökustöðvum Endurvinnslunnar til þess að greiða út miða. Fyrst um sinn verður millifært á reikninga viðskiptavina næsta virka dag eftir skil. Á upplýsingasíðu Endurvinnslunnar um breytingarnar segir þó að vonir séu bundnar við hægt verði að stytta útgreiðslutímann niður fyrir klukkutíma á næstu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu bankanna er verið að leggja niður sérlausn á milli Endurvinnslunnar og banka. Breytingarnar hafi því ekki áhrif á aðra þjónustu. Breytingarnar séu liður í nútímavæðingu greiðslukerfa og einföldunar á tækniumhverfinu. Í þeim felist meðal annars sérlausnum sem þessum sé fækkað. Greiðslumiðlun Stafræn þróun Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Sértæk greiðslulausn fyrir Endurvinnsluna sem hefur boðið upp á þann möguleika að leggja skilagjald fyrir flöskur og dósir samstundis inn á reikning með því að renna greiðslukorti í gegnum kortalesara var tekin úr notkun um áramótin. Í tilkynningu á vefsíðu Endurvinnslunnar kemur fram að þetta sé vegna breytinga á grunnkerfum kortafærslna. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgi sagði Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, að ekki væri gert ráð fyrir endurgreiðslum hjá greiðsluhirðum og því hafi þurft að finna nýja lausn. Í staðinn geta viðskiptavinir annað hvort náð sér í sérstakt snjallforrit og fengið skilagjaldið greitt í gegnum síma. Þeir sem annað hvort eiga ekki síma eða vilja ekki ná sér í forritið geta notað greiðslukassa á móttökustöðvum Endurvinnslunnar til þess að greiða út miða. Fyrst um sinn verður millifært á reikninga viðskiptavina næsta virka dag eftir skil. Á upplýsingasíðu Endurvinnslunnar um breytingarnar segir þó að vonir séu bundnar við hægt verði að stytta útgreiðslutímann niður fyrir klukkutíma á næstu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu bankanna er verið að leggja niður sérlausn á milli Endurvinnslunnar og banka. Breytingarnar hafi því ekki áhrif á aðra þjónustu. Breytingarnar séu liður í nútímavæðingu greiðslukerfa og einföldunar á tækniumhverfinu. Í þeim felist meðal annars sérlausnum sem þessum sé fækkað.
Greiðslumiðlun Stafræn þróun Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira