Innlent

Brotist inn í til­kynningar­þjónustu Sporta­bler

Atli Ísleifsson skrifar
Þessi melding beið fjölda foreldra í morgun.
Þessi melding beið fjölda foreldra í morgun. Skjáskot

Fjölmargir notendur smáforritsins Sportabler hafa fengið meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Reikningsupplýsingar eru ekki sagðar vera í hættu.

Tugir þúsunda foreldar og barna nota forritið sem hjálpar íþróttafélögum að skipuleggja starf sitt, taka við greiðslum og skráningum og auðveldar samskipti milli þjálfara og foreldra.

Forsvarsmenn forritsins greina frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum að brotist hafi verið inn í tilkynningarþjónustu Sportabler í morgun, það er „Push Notification birginn“ og hafi skilaboð verið send á notendur forritsins sem eru með Android-síma.

Lögð er áhersla á að greiðsluupplýsingar og kortaupplýsingar séu ekki í hættu þar sem umræddar upplýsingar eru ekki geymdar hjá Sportabler.

„Við erum að ná utan um málið, en eins og sakir standa þá virðist þetta bara vera eitt push notification sem þrjótarnir gátu sent í gegnum birginn okkar og bara á notendur sem nota Android.

Við sjáum engin merki þess að brotist hafi verið inn í Sportabler kerfið sjálft og að upplýsingum þaðan hafi verið stolið, endurtökum að greiðsluupplýsingar eru ekki í hættu.

Afsakið innilega ónæðið og við munum veita frekari fréttir um leið og við vitum meira,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×