Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Í efstu sætum eru Þýskaland, Japan og Kanada en í neðstu sætunum Rússland, Botsvana og Palestína.
Mælingarnar ná til sex þátta; útflutnings, stjórnarfars, menningar, samfélags, ferðaþjónustu og fjárfestinga/innflutnings.
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir ekkert í mælingunum hafa komið á óvart.
Ísland lenti í 7. sæti þegar kom að stjórnarfari en Pétur segir það líklega mega rekja til þess að Ísland hafi náð að skapa sér sterka rödd á alþjóðavettvangi. „Við njótum líka góðs af því að tilheyra Norðurlandaþjónunum, sem hafa sem heild mjög sterka ímynd á þessu sviði,“ segir hann.
Pétur segir að hvað varðar útflutningstekjur séu ábendingar uppi um að 2022 hafi verið metár og heildarútfluningstekjur þjóðarbúsins á bilinu 1.600 til 1.700 milljarðar króna. Hann segir engin merki um að eftirspurn sé að dragast saman en ólíklegt verði að teljast að langavarandi átök í Úkraínu muni ekki hafa einhver áhrif.
Versnandi efnahagshorfur í Bandaríkjunum og Bretlandi virðast ekki hafa teljandi áhrif á komur ferðamanna þaðan. „Þvert á móti sýna mælingar okkar að eftirspurnin frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið sterkari,“ segir Pétur.