Klukkan 18.00 hefst útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers. Tom Brady og félagar þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér að komast í úrslitakeppnina.
Klukkan 21.20 mæta Aaron Rodgers og Green Bay Packers til leiks en þeir mæta sjóðandi heitum Minnesota Víkingum.
Að lokum er leikur í NBA deildinni á dagskrá en klukkan 01.00 mætast Denver Nuggets og Boston Celtics, tvö af bestu liðum deildarinnar.