Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2022 16:30 Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag. Það er mikilvægt að samtök fatlaðs fólks séu stöðugt á verði og veiti stjórnvöldum aðhald til gagns, en um leið erum við samstarfsaðili um öll mál sem varða fatlað fólk. Við höfum átt gott samstarf við stjórnvöld og sérstaklega nefni ég þar félags- og vinnumarkaðsráðherra og forsætisráðherra, sem er umhugað um mannréttindi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, að öðrum ólöstuðum. En betur má ef duga skal og þó ýmislegt hafi áunnist þurfa stjórnvöld að vakna til vitundar um hve lítið þarf útaf að bera til að líf þeirra sjálfra og þeirra nánustu kollvarpist og valdleysi í eigin lífi verði veruleikinn. Í samfélag okkar hefur stéttskipting aukist. Vinnandi krefjast bættra lífskjara, að þau nái endum saman á launum sínum. Þau sem misst hafa færni til að vinna vegna veikinda og slysa eða fæðst fötluð krefjast aðgengis að samfélaginu, sjálfsagðra réttinda og þess að hafa framfærslu sem dugar fyrir grunnþörfum. Lágmarkið er að búa við afkomuöryggi þar sem grunnþarfir eru tryggðar til mannsæmandi lífs. Árið sem er að líða bar margt gott í skauti sér og einnig fleiri verkefni í þágu fatlaðs fólks sem ÖBÍ réttindasamtök unnu að. Við héldum málþing og málstofur sem fjölluðu um heilbrigðismál, kjaramál, húsnæðismál, aðgengismálum og málefni barna, svo eitthvað sé nefnt og tókum þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með ríki,sveitarfélögum og öðrum. Við stóðum fyrir vitundarvakningu á ýmsum sviðum og keyrðum herferðina „Lögfestum samninginn“. Við vöktum athygli stjórnvalda á að taka yrði á móti fötluðu fólki frá Úkraínu og vöktum athygli á að í stríði er það fatlað fólk sem skilið er eftir eitt án aðstoðar, börn og fullorðnir. Fatlað fólk hefur ekki aðgengi að samfélaginu til jafns við flest, og nýtur ekki þeirra sjálfsögðu réttinda sem flest hafa án þess að leiða hugann nokkru sinni að því. Sum okkar hafa ekki aðgengi að bankareikningi, Heilsuveru né Strætó, þar sem rafræn skilríki vantar. Sum hafa ekki tækifæri til að mennta sig eða taka þátt á vinnumarkaði, þar sem iðulega er auglýst eftir fólki með hæfni sem fæst hafa auk þess sem vinnumarkaðurinn þarf að bjóða breiða flóru hlutastarfa fyrir allskonar fólk. Aðgengi hindrar önnur til að fara um, heimsækja fjölskyldu og vini, svo dæmi sé nefnt og sum eru sett á hjúkrunarstofnanir gegn vilja sínum. Hópurinn hefur það sammerkt að þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið sem skammtar svo naumt að mörg eiga ekki fyrir mat þegar húsnæðiskostnaður hefur verið greiddur. Könnun Vörðu sýndi fyrir rúmu ári síðan að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og voru þar einstæðir fatlaðir foreldrar og einstæðir karlar langverst stödd. Áttatíu prósent, og ekki hefur ástandið batnað. Það er morgunljóst að breytinga til jöfnuðar og réttlátara samfélags er þörf, látum það vera verkefni nýja ársins! Kannski þurfa þau sem reikna út lífeyrir fólks að setja sig augnablik í spor þeirra sem þau úthluta fátækt og ömurð. Myndu sömu aðilar telja þetta réttlátt ættu þau sjálf í hlut? Það að úthluta fjárhagslegu öryggi til fólks sem ekki er fullvinnandi eða með vinnugetu þarf að taka mið af því hvað kostar að lifa á Íslandi, það þarf að taka mið af hækkandi húsnæðiskostnaði, matvöruverði og öðru sem telst til grunnþarfa fólks. Það er verkefnið. Margt þarf að laga svo fatlað fólk njóti sjálfsagðra réttinda. Margt hefur verið gert til að bæta stöðuna en mun stærri skref þarf að stíga af hugrekki til að skapa réttlátara samfélag þar sem við öll höfum sjálfsögð réttindi. Þannig verður dregið úr misskiptingu og ójöfnuði. Mikilvægustu stoðir samfélagisins; menntakerfið, heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið þarf að styrkja verulega til að mæta nútímanum og framtíðinni. Byggjum upp betra samfélag þar sem öll tilheyra og lögfestum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ... bara strax. Megi nýtt ár breyta vonum í veruleika og færa farsæld, jöfnuð og sjálfsögð réttindi fyrir öll! Takk fyrir það gamla. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun