Áramótin gætu „horfið í dimmt él“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 12:09 Frá ófærðinni sem skapaðist í óveðrinu fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu. Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. Veður Samgöngur Áramót Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Varað var við því í gær að færð gæti spillst verulega á suðvesturhorninu og víðar að morgni gamlársdags. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þó að spáin líti heldur skár út fyrir höfuðborgarsvæðið en hún gerði í gær. Það versta ætti að vera yfirstaðið um klukkan átta í fyrramálið - í bili. „Það er svona umferðin eftir Reykjanesbrautinni og í tengslum við flugið sem gæti orðið vandamál með og eins yfir Hellisheiði og Þrengsli, þar sem hvessir og snjóar. Það kemur til með að snjóa mikið á Suðurstrandarvegi, Grindavík og austur við Eyrarbakka og áfram austar, eins og verið hefur.“ Raunar sé ágætisveður í kortunum yfir daginn á morgun. „Horfurnar eru núna verri fyrir síðari hluta gamlárskvölds og nýársnótt, í kjölsogi lægðarinnar kemur vestan- og norðvestanstrengur, með vindi allt að stormi og þá verður nú heldur betur skafrenningur. Og þá fylgja líka með él.“ Þannig að - áramótin sjálf eru undir. „Þau gætu horfið í dimmt él,“ segir Einar. Óvissa með brennurnar Þá eru fyrirhugaðar áramótabrennur annað kvöld, í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á. En brennur verða ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s. Ákvörðun verður tekin á fundi lögreglu, slökkviliðs, veðurfræðinga og fleiri í fyrramálið, að morgni gamlársdags. Einar bendir á í þessu samhengi að versta veðrið skelli ekki á fyrr en seint annað kvöldið. Og áfram af veðri en 25,1 stigs frost mældist í Víðidal klukkan ellefu í morgun. Ekki hefur mælst meira frost í Reykjavík síðan 1971, þegar 25,7 stiga frost mældist ofan við Elliðavatn. Kuldapollar eru algengir í Víðidal, sem oft sker sig úr í hitamælingum á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega ellefu stiga frost mældist annars í Reykjavík klukkan ellefu í morgun.
Veður Samgöngur Áramót Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira