Íslensk lög:
No Cry - Cyber
Loksins banger til að grenja og slamma við á klúbbnum. Ég er ekkert smá spennt fyrir komandi plötu frá Cyber sem lítur út fyrir að vera í anda Evanescense og danstónlistar.
Ef Þeir Vilja Beef - Daniil ft. Joey Christ
Setning sem hálf þjóðin er búin að vera með á heilanum allt árið, mjög gott.
Aleinn - Gugusar
Hún er svo hæfileikarík og að gera svo geggjaða hluti. Það var frekar erfitt að velja hvaða lag færi á listann þar sem að nýjasta platan hennar er frábær út í gegn.
While We Wait - ZAAR, RAKEL, Salóme Katrín
Mæli með að allir kynni sér þessa plötu, þrjár spennandi tónlistarkonur sem tóku sig saman og skelltu í sameiginlega útgáfu.
Headlights - Vök
Eitt mjúkt feel good lag frá Vök af nýjustu plötunni þeirra, þar sem öll lögin eru bangerar.
Erlend lög:
Today - Q
Hann hljómar eins og ef Frank Ocean og Childish Gambino hefðu eignast barn.
Þetta lag er búið að vera á repeat síðan ég uppgötvaði það, sem gerist ekki oft.
Billie Toppy - Men I Trust
Ofursvalt og grípandi, mæli með að henda þessu í gang í ferðalaginu.
Let’s Do It Again - Jamie xx
Lag sem er mjög skemmtilegt að hafa í DJ settinu og virkar alls staðar
Lights Out ft. Romy - Fred again..
Fred again.. þessi pródúser gjörsamlega átti þetta ár og það var mjög erfitt að velja uppáhalds lag frá honum en þessi samvinna með Romy varð fyrir valinu.
New Gold ft. Tame Impala & Bootie Brown - Gorillaz
Samstarf sem að maður gat varla ímyndað sér að hefði getað átt sér stað, en það gerðist.