„Konan sem fær útgefið af því að afi hennar hét Halldór Laxness“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. desember 2022 00:07 Auður Jónsdóttir rithöfundur. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir segist hafa fengið nóg af umræðu innan bókmenntasamfélagsins, um að hún hafi fengið bækur útgefnar og þær tilnefndar til verðlauna, vegna þess að hún sé barnabarn nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Þessu segir Auður frá í Facebook-færslu. Í upphafi færslu sinnar segir Auður að hún hafi verið svartur sauður í fjölskyldu sinni og að flestir hafi verið búnir að gefa hana upp á bátinn. Þá segir hún frá því að hafa unnið sér inn kjark til að gefa út sína fyrstu bók, Stjórnlausa lukku, skilið við „sífulla eiginmann“ sinn og flutt inn til ömmu sinnar. „Þessi bók bjó til líf fyrir mig. Þegar hún kom út var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og ég fékk auðvitað strax að heyra að það væri út af látnum afa mínum. Ég hafði oft heyrt það á meðan ég var að skrifa bókina. Að ég væri að reyna að vera eins og afi minni. Hver ég héldi eiginlega að ég væri! Ólíklegasta fólk hló að mér,“ segir Auður. Þannig lýsir hún umræðu um bækur hennar í samfélagi og hjá gagnrýnendum, alltaf sé vísað til þess að hún sé barnabarn nóbelskáldsins. Hún lýsir því að hafa skammast sín fyrir næstu bók sem „var léleg og fékk litla athygli“. Þá hafi hún verið beðin um að skrifa bók um Halldór Laxness, fyrir börn, bókina Skrýtnastur er maður sjálfur. „Mig langaði nákvæmlega ekkert til þess en mig vantaði peninga,“ segir Auður um þá bók. Sama umræða hafi hafist eftir að bókin Fólkið í kjallaranum kom út og vann Íslensku bókmenntaverðlaunin. „Að ég væri að fá tilnefningar og verðlaun sem réttilega tilheyrðu karlkyns ólíkt bókmenntalegri kollegum mínum. Og þetta, stöðugt verið að ýja að því, leynt eða ljóst, með einhverjum hætti að ég væri að skrifa og hefði fengið útgefið og tilnefingar út af gömlum karli sem var dáinn, afa mínum.“ Hins vegar hafi hún fengið tilnefningar í útlöndum þar sem enginn viti hver afi hennar væri. Svaraði andmóð fyrir fyrsta útgáfusamninginn Þá segir Auður frá þeirri gagnrýni sem hún sætti vegna bókablaðsins Stundarinnar sem hún ritstýrði og fékk rithöfundinn Kamillu Einarsdóttur til að skrifa pistla í. Auður vísar í bloggfærslu Berlindar Óskar Bergsdóttur rithöfundar og til viðtals í Lestinni þar sem Auður mætti rithöfundinum Eiríki Erni Norðdahl. Í bloggfærslu sinni segir Berglind að þeir sem alist upp innan bókmenntageirans á Íslandi geri sér oft ekki grein fyrir forréttindum sínum. Um viðtalið í Lestinni segir Auður: „En í þessu bloggi, og í útvarpsviðtali í Lestinni, þar sem ég mætti Eiríki Erni, útmálaði hann okkur Kamillu sem einhvers konar Bjarna Ben bókamenningarinnar, eins og eina ástæðan fyrir skrifum okkar væri ætterni okkar. Skyndilega sat ég, kona sem verður fimmtug á næsta ár, að svara andmóð fyrir hvernig ég fékk fyrsta útgáfusamninginn minn fyrir fjórðungi úr öld síðan.“ Til styrktar málflutningi sínum hafi Eiríkur málað Berglindi upp sem fíkniefnaneytanda á leigumarkaði sem ætti erfitt uppdráttar. „Í ljós kom að konan er öflugur forritari með rekstur við að aðstoða fyrirtæki með textagerð, búin að vera edrú lengi og kærasta eins kröftugasta rithöfundar þjóðarinnar Auk þess var hún þá búin að fá eins marga dóma og Ólafur Jóhann og búin að vera í Kiljunni, og útskrifuð úr ritlist við Háskóla Íslands. Í viðtalinu kom þetta hins vegar út eins og ég, spillti nóbelserfinginn væri að hamast á brotinni konu sem kæmist ekki að út af fólki eins og mér,“ segir Auður. Auður segir Eirík hafa yfirheyrt hana sem viðskiptajöfur og loddara og málað hana sem konuna sem fái „útgefnar bækur út á karlmanninn afa sinn. Menningarauðmagn hans“. Komið nóg af þessu með afa Í lok færslu sinnar segir Auður að hún reyni að sleppa því að ræða Halldór Laxness á bókmenntahátíðum erlendis þó þess sé jafnan óskað. „Ég hef upplifað allskonar umræður og gagnrýni á 25 ára ferli. En þetta, með afa minn, það er komið nóg af því. Og það að hafa lesið í fjórum fjölmiðlum fyrir jól að ég hafi haft umsjón með forréttindablaði út af ætterni mínu jaðrar við að vera ærumeiðingar,“ segir Auður í lok færslu sinnar. Menning Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þessu segir Auður frá í Facebook-færslu. Í upphafi færslu sinnar segir Auður að hún hafi verið svartur sauður í fjölskyldu sinni og að flestir hafi verið búnir að gefa hana upp á bátinn. Þá segir hún frá því að hafa unnið sér inn kjark til að gefa út sína fyrstu bók, Stjórnlausa lukku, skilið við „sífulla eiginmann“ sinn og flutt inn til ömmu sinnar. „Þessi bók bjó til líf fyrir mig. Þegar hún kom út var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og ég fékk auðvitað strax að heyra að það væri út af látnum afa mínum. Ég hafði oft heyrt það á meðan ég var að skrifa bókina. Að ég væri að reyna að vera eins og afi minni. Hver ég héldi eiginlega að ég væri! Ólíklegasta fólk hló að mér,“ segir Auður. Þannig lýsir hún umræðu um bækur hennar í samfélagi og hjá gagnrýnendum, alltaf sé vísað til þess að hún sé barnabarn nóbelskáldsins. Hún lýsir því að hafa skammast sín fyrir næstu bók sem „var léleg og fékk litla athygli“. Þá hafi hún verið beðin um að skrifa bók um Halldór Laxness, fyrir börn, bókina Skrýtnastur er maður sjálfur. „Mig langaði nákvæmlega ekkert til þess en mig vantaði peninga,“ segir Auður um þá bók. Sama umræða hafi hafist eftir að bókin Fólkið í kjallaranum kom út og vann Íslensku bókmenntaverðlaunin. „Að ég væri að fá tilnefningar og verðlaun sem réttilega tilheyrðu karlkyns ólíkt bókmenntalegri kollegum mínum. Og þetta, stöðugt verið að ýja að því, leynt eða ljóst, með einhverjum hætti að ég væri að skrifa og hefði fengið útgefið og tilnefingar út af gömlum karli sem var dáinn, afa mínum.“ Hins vegar hafi hún fengið tilnefningar í útlöndum þar sem enginn viti hver afi hennar væri. Svaraði andmóð fyrir fyrsta útgáfusamninginn Þá segir Auður frá þeirri gagnrýni sem hún sætti vegna bókablaðsins Stundarinnar sem hún ritstýrði og fékk rithöfundinn Kamillu Einarsdóttur til að skrifa pistla í. Auður vísar í bloggfærslu Berlindar Óskar Bergsdóttur rithöfundar og til viðtals í Lestinni þar sem Auður mætti rithöfundinum Eiríki Erni Norðdahl. Í bloggfærslu sinni segir Berglind að þeir sem alist upp innan bókmenntageirans á Íslandi geri sér oft ekki grein fyrir forréttindum sínum. Um viðtalið í Lestinni segir Auður: „En í þessu bloggi, og í útvarpsviðtali í Lestinni, þar sem ég mætti Eiríki Erni, útmálaði hann okkur Kamillu sem einhvers konar Bjarna Ben bókamenningarinnar, eins og eina ástæðan fyrir skrifum okkar væri ætterni okkar. Skyndilega sat ég, kona sem verður fimmtug á næsta ár, að svara andmóð fyrir hvernig ég fékk fyrsta útgáfusamninginn minn fyrir fjórðungi úr öld síðan.“ Til styrktar málflutningi sínum hafi Eiríkur málað Berglindi upp sem fíkniefnaneytanda á leigumarkaði sem ætti erfitt uppdráttar. „Í ljós kom að konan er öflugur forritari með rekstur við að aðstoða fyrirtæki með textagerð, búin að vera edrú lengi og kærasta eins kröftugasta rithöfundar þjóðarinnar Auk þess var hún þá búin að fá eins marga dóma og Ólafur Jóhann og búin að vera í Kiljunni, og útskrifuð úr ritlist við Háskóla Íslands. Í viðtalinu kom þetta hins vegar út eins og ég, spillti nóbelserfinginn væri að hamast á brotinni konu sem kæmist ekki að út af fólki eins og mér,“ segir Auður. Auður segir Eirík hafa yfirheyrt hana sem viðskiptajöfur og loddara og málað hana sem konuna sem fái „útgefnar bækur út á karlmanninn afa sinn. Menningarauðmagn hans“. Komið nóg af þessu með afa Í lok færslu sinnar segir Auður að hún reyni að sleppa því að ræða Halldór Laxness á bókmenntahátíðum erlendis þó þess sé jafnan óskað. „Ég hef upplifað allskonar umræður og gagnrýni á 25 ára ferli. En þetta, með afa minn, það er komið nóg af því. Og það að hafa lesið í fjórum fjölmiðlum fyrir jól að ég hafi haft umsjón með forréttindablaði út af ætterni mínu jaðrar við að vera ærumeiðingar,“ segir Auður í lok færslu sinnar.
Menning Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira