Gleði og sorg á tímum vantrúar Skúli Ólafsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun