Met slegið í komu flóttafólks í desember Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2022 14:27 Gylfi Þór segir að þessi mikli fjöldi flóttafólks sem komið hefur til landsins nú í desembermánuði hafi komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. vísir/vilhelm Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur það mikla verkefni með höndum að skipuleggja móttöku flóttafólks sem til landsins kemur, segir að nú sé verið að slá met í komu flóttafólks í desember. Flóttamenn eru komnir yfir fimm hundruð manns og enn er mánuðurinn ekki liðinn. „Ég held að það hafi aldrei komið jafn margir í desember áður, orðinn næst stærsti mánuður ársins í komu flóttafólks, og enn þrír dagar eftir. Það sem er merkilegt við þetta er að reynsla undanfarinna ára og áratuga er sú að þegar nær dregur áramótum dregur jafnan mjög úr komu flóttafólks til landsins. Þetta er einkum vegna þess að þá hækkandi flugfara á þeim tíma árs. En nú bregður svo við að, kannski vegna þess að neyðin er slík í þeim löndum sem hingað leita, að fólk leggur allt í sölurnar að komast úr landi.“ Gylfi Þór flettir í bókum sínum og segir að tvö lönd skeri sig úr, þá hvaðan flóttafólkið komi. „Þetta eru Venesúela og Úkraína, aðallega. Sýrland er í þriðja sæti, en það eru að koma mun færri þaðan.“ Þessi óvenjulega aukning í desember kemur viðbragðsteyminu í opna skjöldu. „Við höfum þurft að bregðast hratt við og finna til skammtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Fjöldahjálparstöð sem við rekum í samvinnu við Rauða krossinn fylltist, þannig að við þurftum að bregða á það ráð að forfæra fólk og bregða á önnur ráð, þétta raðirnar.“ Gylfi Þór segir að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að taka í notkun húsnæði sem ekki stóð til að taka í gagnið fyrr en einhvern tíma á nýju ári, verði opnað. „Við neyðumst til að nýta það strax.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Hælisleitendur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira