Bjarni Ben gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 14:04 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var enn og aftur einn af mest gúggluðu Íslendingunum á árinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gúgglaður að meðaltali þrettán hundruð sinnum á mánuði árið 2022. Elísabet heitin Bretlandsdrottning sló honum hins vegar rækilega við í september þegar hún var gúggluð 27 þúsund sinnum. Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu. Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu.
Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira