Hengdu upp borða til stuðnings Vialli sem berst við krabbamein Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 14:30 Stuðningsmenn Sampdoria á Englandi hengdu upp borða til stuðnings fyrrum leikmanni liðsins, Gianluca Vialli. Sampdoria Club of England Stuðningsmenn ítalska félagsins Sampdoria hafa hengt upp borða fyrir utan sjúkrahús í London þar sem fyrrum leikmaður félagsins, Gianluca Vialli, liggur inni og berst við krabbamein. Vialli lék með Sampdoria á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en þessi 58 ára gamli fyrrum leikmaður og þjálfari er að glíma við krabbamein í brisi. Vialli var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins, en hætti í því fyrr í þessum mánuði til að einbeita sér að baráttunni við krabbameinið. Vialli greindist upphaflega með meinið 2017, taldi sig hafa losnað við það 2020 en það tók sig svo aftur upp ári seinna. Ástand Viallis er nú orðið svo slæmt að bróðir hans og 87 ára gömul móðir hans komu Englands til að vera hjá honum, en þau eru nú snúin aftur til Ítalíu. Stuðningsmannaklúbbur Sampdoria á Englandi hefur nú hengt upp stóran borða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Vialli liggur sem á stendur „Forza Luca“ eða „Áfram Luca.“ Sampdoria fans hang a supportive banner for club legend Gianluca Vialli outside hospital where he is battling cancer https://t.co/ZUtLyQtsGz— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2022 Vialli lék með Sampdoria frá 1984 til 1992 og skoraði 141 mark í 328 leikjum. Hann hjálpaði liðinu meðal annars að vinna sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í sögunni árið 1991 og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Anderlecht í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1990. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vialli fer halloka í baráttunni við krabbamein Ástand ítalska fótboltagoðsins Gianlucas Vialli fer versnandi. Hann glímir við krabbamein í brisi. 21. desember 2022 12:00 Vialli glímir við krabbamein Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið að glíma við krabbamein síðasta árið. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Vialli lék með Sampdoria á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en þessi 58 ára gamli fyrrum leikmaður og þjálfari er að glíma við krabbamein í brisi. Vialli var í þjálfarateymi ítalska landsliðsins, en hætti í því fyrr í þessum mánuði til að einbeita sér að baráttunni við krabbameinið. Vialli greindist upphaflega með meinið 2017, taldi sig hafa losnað við það 2020 en það tók sig svo aftur upp ári seinna. Ástand Viallis er nú orðið svo slæmt að bróðir hans og 87 ára gömul móðir hans komu Englands til að vera hjá honum, en þau eru nú snúin aftur til Ítalíu. Stuðningsmannaklúbbur Sampdoria á Englandi hefur nú hengt upp stóran borða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Vialli liggur sem á stendur „Forza Luca“ eða „Áfram Luca.“ Sampdoria fans hang a supportive banner for club legend Gianluca Vialli outside hospital where he is battling cancer https://t.co/ZUtLyQtsGz— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2022 Vialli lék með Sampdoria frá 1984 til 1992 og skoraði 141 mark í 328 leikjum. Hann hjálpaði liðinu meðal annars að vinna sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í sögunni árið 1991 og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Anderlecht í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1990.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Vialli fer halloka í baráttunni við krabbamein Ástand ítalska fótboltagoðsins Gianlucas Vialli fer versnandi. Hann glímir við krabbamein í brisi. 21. desember 2022 12:00 Vialli glímir við krabbamein Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið að glíma við krabbamein síðasta árið. 26. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Vialli fer halloka í baráttunni við krabbamein Ástand ítalska fótboltagoðsins Gianlucas Vialli fer versnandi. Hann glímir við krabbamein í brisi. 21. desember 2022 12:00
Vialli glímir við krabbamein Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli er að gefa út ævisögu sína á næstu dögum og þar kemur meðal annars fram að hann hefur verið að glíma við krabbamein síðasta árið. 26. nóvember 2018 13:30