Færri en eyðsluglaðari ferðamenn Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 11:40 Erlendir ferðamenn hafa mætt nokkrum vetrarhörkum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira