Færri en eyðsluglaðari ferðamenn Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 11:40 Erlendir ferðamenn hafa mætt nokkrum vetrarhörkum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira