„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 08:12 Kardashian segir það engan dans á rósum að deila uppeldinu með ólíkindatólinu Ye. epa/Caroline Brehman „Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye. Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“ Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“
Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira