Veðurfræðingar segja að ekkert lát sé á og spá 23 sentimetrum af jafnföllnum snjó til viðbótar í New York ríki í dag.
Allt í allt er talið að 56 hafi látið lífið í óveðrinu sem náð hefur frá Mexíkó í suðri og til Kanada í norðri.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu um neyðarástand í New York, ríki sem gerir björgunaraðilum kleift að nálgast fjármagn frá alríkinu. „Hjarta mitt er hjá þeim sem hafa misst ástvini sína þessa hátíðarhelgi,“ tísti forsetinn.
I spoke with @GovKathyHochul to get an update on the extreme winter weather hitting New York. We stand ready to make sure they have the resources they need to get through this.
— President Biden (@POTUS) December 26, 2022
My heart is with those who lost loved ones this holiday weekend. You are in my and Jill s prayers. pic.twitter.com/Lt6eZ1YJR5
Margir hinna látnu dóu úr ofreynslu við að moka snjó og sumir fundust einfaldlega látnir í bílum sínum sem hafði snjóað inni.
Búist er við því að björgunarfólk eigi eftir að finna fleiri lík en erfiðlega hefur gengið að komast inn á fáfarnari vegi og að húsum í dreifbýli.
Dauðsföll sem tengd eru veðrinu hafa einnig verið tilkynnt í sex öðrum ríkjum og mesti kuldinn hefur verið í Montana, þar sem frostið fór í mínur 45 gráður.