Newcastle heldur áfram að blómstra | Wolves úr neðsta sæti eftir sigurmark í uppbótartíma Andri Már Eggertsson skrifar 26. desember 2022 17:30 Miguel Almírón hefur spilað afar vel á tímabilinu og skorað níu mörk Vísir/Getty Fimm af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið á öðrum degi jóla. Heimavöllurinn gaf lítið sem ekki neitt þar sem fjórir leikir enduðu með sigri á útivelli og fyrsti leikur dagsins endaði með jafntefli. Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira