Jólakraftaverk í Brooklyn: Unnið átta í röð og lögðu toppliðið örugglega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 14:01 Kyrie Irving og Kevin Durant eru í jólaskapi. Dustin Satloff/Getty Images Fyrr á leiktíðinni virtist sem allt væri á leiðinni í bál og brand hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta. Nú leikur hins vegar allt í lyndi og liðið virðist til alls líklegt. Það er aldrei skortur á dramatík og sögulínum í kringum Kevin Durant og Kyrie Irving. Þegar tímabil Nets virtist einfaldlega á leiðinni í ruslið sneru þeir saman bökum og rifu liðið upp. Í nótt vann liðið frábæran 18 stiga sigur á Milwaukee Bucks, toppliði Austurdeildar. Lokatölur 118-100 þökk sé frábærri liðsframmistöðu. Durant var stigahæstur með 24 stig ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Nic Claxton með 19 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Kyrie skoraði svo 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Kyrie no-look lob pic.twitter.com/OymFDwKWpo— NBA TV (@NBATV) December 24, 2022 Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig en hann tók einnig 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Gott gengi Denver Nuggets, toppliðs Vesturdeildar, hélt áfram en liðið vann Portland Trail Blazers með 13 stiga mun, lokatölur 120-107. Denver nú unnið þrjá leiki í röð. Nikola Jokić var að venju stigahæstur í liði Nuggets með 29 stig en hann gaf einnig 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Jamal Murray með 25 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Hjá Trail Blazers var Damian Lillard með 34 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Toyota Game Recap: Nuggets grab a home win and continue their winning streak! #MileHighBasketball pic.twitter.com/zCPlBmEQ3A— AltitudeTV (@AltitudeTV) December 24, 2022 Luka Dončić vann Houston Rockets með sex stiga mun í nótt, lokatölur 112-106. Luka skoraði 50 af 112 stigum Dallas Mavericks í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. 50 PTS8 REB10 AST3 STL6 3PMMavs WLuka passes Dirk for the second most 40+ point games in Mavs history. pic.twitter.com/SjBuhaXxj2— NBA (@NBA) December 24, 2022 Indiana Pacers vann mjög svo dramatískan þriggja stiga sigur á Miami Heat, 111-108. Tyrese Haliburton var hreint út sagt magnaður í liði Pacers með 43 stig en hann skoraði sigurkörfu leiksins. Goodness, Tyrese Haliburton.43 PTS (career-high)7 AST10 3PM (career-high, Pacers record)Game-winnerWhat a performance. pic.twitter.com/NEIgUPbUvD— NBA (@NBA) December 24, 2022 Það gengur hvorki né rekur hjá Anthony Davis-lausu Los Angeles Lakers en liðið tapaði fyrir hörmulegu liði Charlotte Hornets í nótt. Philadelphia 76ers vann sjöunda leikinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Clippers með fimm stiga mun, lokatölur 119-114. 76ers geta þakkað James Harden og Joel Embiid sem buðu upp á sýningu í nótt. Harden skoraði 20 stig, gaf 21 stoðsendingu og tók 10 fráköst. Embiid skoraði 44 stig. 20 PTS11 REB21 AST (career-high)Sixers WJames Harden becomes only the 8th player in NBA history to record 70 triple-doubles. pic.twitter.com/VJRXmjrbW6— NBA (@NBA) December 24, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 133-113 San Antonio SpursPhiladelphia 76ers 119-114 LA Clippers New York Knicks 117-118 Chicago BullsBoston Celtics 121-109 Minnesota TimberwolvesAtlanta Hawks 130-105 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 107-118 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 125-128 New Orleans Pelicans Sacramento Kings 111-125 Washington Wizards Phoenix Suns 100-125 Memphis Grizzlies Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/8gpuhVajIM— NBA (@NBA) December 24, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Það er aldrei skortur á dramatík og sögulínum í kringum Kevin Durant og Kyrie Irving. Þegar tímabil Nets virtist einfaldlega á leiðinni í ruslið sneru þeir saman bökum og rifu liðið upp. Í nótt vann liðið frábæran 18 stiga sigur á Milwaukee Bucks, toppliði Austurdeildar. Lokatölur 118-100 þökk sé frábærri liðsframmistöðu. Durant var stigahæstur með 24 stig ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Nic Claxton með 19 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Kyrie skoraði svo 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Kyrie no-look lob pic.twitter.com/OymFDwKWpo— NBA TV (@NBATV) December 24, 2022 Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig en hann tók einnig 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Gott gengi Denver Nuggets, toppliðs Vesturdeildar, hélt áfram en liðið vann Portland Trail Blazers með 13 stiga mun, lokatölur 120-107. Denver nú unnið þrjá leiki í röð. Nikola Jokić var að venju stigahæstur í liði Nuggets með 29 stig en hann gaf einnig 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Jamal Murray með 25 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Hjá Trail Blazers var Damian Lillard með 34 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Toyota Game Recap: Nuggets grab a home win and continue their winning streak! #MileHighBasketball pic.twitter.com/zCPlBmEQ3A— AltitudeTV (@AltitudeTV) December 24, 2022 Luka Dončić vann Houston Rockets með sex stiga mun í nótt, lokatölur 112-106. Luka skoraði 50 af 112 stigum Dallas Mavericks í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. 50 PTS8 REB10 AST3 STL6 3PMMavs WLuka passes Dirk for the second most 40+ point games in Mavs history. pic.twitter.com/SjBuhaXxj2— NBA (@NBA) December 24, 2022 Indiana Pacers vann mjög svo dramatískan þriggja stiga sigur á Miami Heat, 111-108. Tyrese Haliburton var hreint út sagt magnaður í liði Pacers með 43 stig en hann skoraði sigurkörfu leiksins. Goodness, Tyrese Haliburton.43 PTS (career-high)7 AST10 3PM (career-high, Pacers record)Game-winnerWhat a performance. pic.twitter.com/NEIgUPbUvD— NBA (@NBA) December 24, 2022 Það gengur hvorki né rekur hjá Anthony Davis-lausu Los Angeles Lakers en liðið tapaði fyrir hörmulegu liði Charlotte Hornets í nótt. Philadelphia 76ers vann sjöunda leikinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Clippers með fimm stiga mun, lokatölur 119-114. 76ers geta þakkað James Harden og Joel Embiid sem buðu upp á sýningu í nótt. Harden skoraði 20 stig, gaf 21 stoðsendingu og tók 10 fráköst. Embiid skoraði 44 stig. 20 PTS11 REB21 AST (career-high)Sixers WJames Harden becomes only the 8th player in NBA history to record 70 triple-doubles. pic.twitter.com/VJRXmjrbW6— NBA (@NBA) December 24, 2022 Önnur úrslit Orlando Magic 133-113 San Antonio SpursPhiladelphia 76ers 119-114 LA Clippers New York Knicks 117-118 Chicago BullsBoston Celtics 121-109 Minnesota TimberwolvesAtlanta Hawks 130-105 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 107-118 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 125-128 New Orleans Pelicans Sacramento Kings 111-125 Washington Wizards Phoenix Suns 100-125 Memphis Grizzlies Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/8gpuhVajIM— NBA (@NBA) December 24, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum