Berjumst saman fyrir réttindum fatlaðs fólks! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 30. desember 2022 08:01 Liðið ár hefur verið ánægjulegt og farsælt og viljum við þakka fyrir þann magnaða stuðning sem við höfum fundið á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa gerst mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á árinu. Við erum með magnaðan hóp fólks sem styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði og þeim sem hafa styrkt okkur með því að versla hið árlega almanak sem einnig er happadrættismiði. Í ár prýðir almanakið listaverkum eftir 12 fatlaða listamenn sem hafa vakið athygli og hafa verk þeirra verið til sýnis á einkasýningjum sem og samsýningum hér á landi og erlendis.www.throskahjalp.is/almanak Ykkar stuðningur gerir okkur kleift að sinna okkar mannréttindabaráttu af krafti! Baráttumál samtakanna fyrir hagsmunum og réttindum fatlaðs fólks eru fjölmörg og upptalning yrði ansi löng ef ég ætlaði að segja frá öllum okkar verkefnum á árinu. Ég vil þó telja hér upp nokkur: Aðgengi að námi og atvinnu Herferðin okkar ,,Hvað er planið?‘‘ gekk mjög vel og náðum við augum og eyrum landsmanna varðandi mikilvægi þess að fatlað fólk og ungmenni hafi tækifæri til að taka þátt í samfélaginu með tilliti til aðgengi að námi og atvinnu. Stafrænt aðgengi Einnig stóðum við fyrir málþingi um aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum heimi. Samtökin hafa vakið athygli á stöðunni er varðar skert aðgengi fatlaðs fólks að rafrænum skilríkjum og tekið þátt í að reyna að finna lausn á stöðunni og höfum við lagt áherslu á að gerður verði rammi um stafrænt aðgengis- og réttindamál er varða mannréttindi í breiðum skilningi og mikilvægi þess er varðar breytingar og þróun og nýtingu stafrænnar tæki að fatlað fólk mæti ekki hindrunum og aðgreiningu. Sýndarveruleiki Við studdum við fötluð börn og ungmenni með sýndarveruleikaverkefni, en það felst í því að búa til sýndarveruleika þar sem fólk með þroskahömlun getur æft sig í að framkvæma athafnir sem virðast framandi og jafnvel ógnvekjandi í fyrstu. Í sýndarveruleika er hægt að æfa sig aftur og aftur við öruggar aðstæður þangað til viðkomandi öðlast öryggi til að stíga skrefin í raunveruleikanum. Fatlað fólk í Úkraínu Samtökin stóðu fyrir söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu, í samstarfi við önnur hagsmunafélög fatlaðs fólks og ríkisstjórn Íslands. Staða fatlaðs fólks í Úkraínu er skelfilegt og alveg ljóst að fatlað fólk verður sérstaklega illa úti þegar kemur að átökum og er skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Það var því magnað að finna samstöðuna og samhuginn í kringum söfnunina og safnaðist rúmar 17 milljónir. Við sendum sérstakar þakkir til allra sem tóku þátt í söfnuninni og lögðust á eitt við að veita þessa lífsnauðsynlegu hjálp. Íþróttaiðkun fatlaðs fólks Samtökin tóku þátt í ráðstefnu um tækifæri fatlaðra barna og ungmenna í íþróttastarfi og í framahaldinu var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins um verkefnið ,,Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið’’ en það miðar að því að efla íþróttaiðkunn fatlaðs fólks, ekki síst fatlaðra barna og ungmenna. Auk þessa má líka nefna nokkur þeirra atriða sem við leggjum okkur fram um á hverju ári, til dæmis var Múrbrjóturinn afhentur á alþjóðadegi fatlaðs fólks til einstaklinga sem hafa látið til sín taka í að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, aðhald og samstarf við stjórnvöld um málefni fatlaðs fólks, áhersla á auðlesið efni og aukin aðsókn fyrirtækja og stofnana í þá þjónustu okkar og gott samstarf við fyrirtæki sem hafa sýnt metnað í að stuðla að viðeigandi aðlögun fyrir fatlað fólk á sínum vinnustað. Þetta eru bara örfá af þeim verkefnum sem samtökin hafa unnið að á árinu. Framundan er nýtt ár og starfsfólk samtakanna mun taka kraftinn og þrautseigjuna með sér inn í komandi ár. Hvað er framundan? Verkefnin framundan eru ekki síður mikilvæg, en þar ber helst að nefna að á þessu ári hafa samtökin tekið þátt í landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og vonir standa til þess að á nýju ári verði samningurinn lögfestur og að stofnuð verði ný Mannréttindastofnun, en það kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fatlað fólk og hagsmunasamtök þess hafa hikað við að fagna þessum fyrirheitum stjórnvalda af þeirri einföldu ástæðu að alltof of oft hafa efndir ekki fylgt svona loforðum sem íslenskir valdhafar hafa gefið fötluðu fólki. Ýmislegt bendir þó til að nú fylgi hugur máli því að nú er hafin framkvæmd sérstakrar landsáætlunar um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undir forystu þeirra Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Þetta eru mjög jákvæð tíðindi og verður að hrósa þeim Katrínu og Guðmundi Inga fyrir þeirra frumkvæði í þessu mikilvæga mannréttindamáli. Við munum halda áfram að eiga gott samstarf við ríkisstjórnina um málefni fatlaðs fólks til að tryggja áframhaldandi árangur í að bæta hag fatlaðs fólks og fjölga tækifærum þeirra í samfélaginu. Kærar þakkir fyrir stuðninginn á liðnu ári og munum við halda áfram baráttu okkar fyrir réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks eins og við höfum gert frá árinu 1976. Óska ég ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Liðið ár hefur verið ánægjulegt og farsælt og viljum við þakka fyrir þann magnaða stuðning sem við höfum fundið á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa gerst mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á árinu. Við erum með magnaðan hóp fólks sem styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði og þeim sem hafa styrkt okkur með því að versla hið árlega almanak sem einnig er happadrættismiði. Í ár prýðir almanakið listaverkum eftir 12 fatlaða listamenn sem hafa vakið athygli og hafa verk þeirra verið til sýnis á einkasýningjum sem og samsýningum hér á landi og erlendis.www.throskahjalp.is/almanak Ykkar stuðningur gerir okkur kleift að sinna okkar mannréttindabaráttu af krafti! Baráttumál samtakanna fyrir hagsmunum og réttindum fatlaðs fólks eru fjölmörg og upptalning yrði ansi löng ef ég ætlaði að segja frá öllum okkar verkefnum á árinu. Ég vil þó telja hér upp nokkur: Aðgengi að námi og atvinnu Herferðin okkar ,,Hvað er planið?‘‘ gekk mjög vel og náðum við augum og eyrum landsmanna varðandi mikilvægi þess að fatlað fólk og ungmenni hafi tækifæri til að taka þátt í samfélaginu með tilliti til aðgengi að námi og atvinnu. Stafrænt aðgengi Einnig stóðum við fyrir málþingi um aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum heimi. Samtökin hafa vakið athygli á stöðunni er varðar skert aðgengi fatlaðs fólks að rafrænum skilríkjum og tekið þátt í að reyna að finna lausn á stöðunni og höfum við lagt áherslu á að gerður verði rammi um stafrænt aðgengis- og réttindamál er varða mannréttindi í breiðum skilningi og mikilvægi þess er varðar breytingar og þróun og nýtingu stafrænnar tæki að fatlað fólk mæti ekki hindrunum og aðgreiningu. Sýndarveruleiki Við studdum við fötluð börn og ungmenni með sýndarveruleikaverkefni, en það felst í því að búa til sýndarveruleika þar sem fólk með þroskahömlun getur æft sig í að framkvæma athafnir sem virðast framandi og jafnvel ógnvekjandi í fyrstu. Í sýndarveruleika er hægt að æfa sig aftur og aftur við öruggar aðstæður þangað til viðkomandi öðlast öryggi til að stíga skrefin í raunveruleikanum. Fatlað fólk í Úkraínu Samtökin stóðu fyrir söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu, í samstarfi við önnur hagsmunafélög fatlaðs fólks og ríkisstjórn Íslands. Staða fatlaðs fólks í Úkraínu er skelfilegt og alveg ljóst að fatlað fólk verður sérstaklega illa úti þegar kemur að átökum og er skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Það var því magnað að finna samstöðuna og samhuginn í kringum söfnunina og safnaðist rúmar 17 milljónir. Við sendum sérstakar þakkir til allra sem tóku þátt í söfnuninni og lögðust á eitt við að veita þessa lífsnauðsynlegu hjálp. Íþróttaiðkun fatlaðs fólks Samtökin tóku þátt í ráðstefnu um tækifæri fatlaðra barna og ungmenna í íþróttastarfi og í framahaldinu var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins um verkefnið ,,Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið’’ en það miðar að því að efla íþróttaiðkunn fatlaðs fólks, ekki síst fatlaðra barna og ungmenna. Auk þessa má líka nefna nokkur þeirra atriða sem við leggjum okkur fram um á hverju ári, til dæmis var Múrbrjóturinn afhentur á alþjóðadegi fatlaðs fólks til einstaklinga sem hafa látið til sín taka í að auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, aðhald og samstarf við stjórnvöld um málefni fatlaðs fólks, áhersla á auðlesið efni og aukin aðsókn fyrirtækja og stofnana í þá þjónustu okkar og gott samstarf við fyrirtæki sem hafa sýnt metnað í að stuðla að viðeigandi aðlögun fyrir fatlað fólk á sínum vinnustað. Þetta eru bara örfá af þeim verkefnum sem samtökin hafa unnið að á árinu. Framundan er nýtt ár og starfsfólk samtakanna mun taka kraftinn og þrautseigjuna með sér inn í komandi ár. Hvað er framundan? Verkefnin framundan eru ekki síður mikilvæg, en þar ber helst að nefna að á þessu ári hafa samtökin tekið þátt í landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og vonir standa til þess að á nýju ári verði samningurinn lögfestur og að stofnuð verði ný Mannréttindastofnun, en það kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fatlað fólk og hagsmunasamtök þess hafa hikað við að fagna þessum fyrirheitum stjórnvalda af þeirri einföldu ástæðu að alltof of oft hafa efndir ekki fylgt svona loforðum sem íslenskir valdhafar hafa gefið fötluðu fólki. Ýmislegt bendir þó til að nú fylgi hugur máli því að nú er hafin framkvæmd sérstakrar landsáætlunar um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undir forystu þeirra Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Þetta eru mjög jákvæð tíðindi og verður að hrósa þeim Katrínu og Guðmundi Inga fyrir þeirra frumkvæði í þessu mikilvæga mannréttindamáli. Við munum halda áfram að eiga gott samstarf við ríkisstjórnina um málefni fatlaðs fólks til að tryggja áframhaldandi árangur í að bæta hag fatlaðs fólks og fjölga tækifærum þeirra í samfélaginu. Kærar þakkir fyrir stuðninginn á liðnu ári og munum við halda áfram baráttu okkar fyrir réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks eins og við höfum gert frá árinu 1976. Óska ég ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun