Kaldasti desember í hálfa öld gæti fylgt einum hlýjasta nóvember í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 10:50 Frost hefur verið í Reykjavík samfellt frá 7. desember og um liðna helgi tók snjó að kyngja niður. Vísir/Vilhelm Horfur eru á að desember gæti orðið sá kaldasti á landinu í tæp fimmtíu ár. Meðalhitinn á landinu í nóvember var sá hæsti frá upphafi mælinga. Um átta gráða sveifla gæti orðið á meðalhitanum í Reykjavík á milli nóvembers og desembers. Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar. Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar.
Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54