Sakaði nágrannana um að hafa klippt runnana of mikið og eyðilagt þá Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2022 09:34 Nágrannadeilurnar snúa að því hvort að runnarnir hafi verið klipptir of mikið og hver eigi að greiða kostnaðinn og hvort yfir höfuð þurfi að fjarlægja þá. Getty Kærunefnd húsamála metur það sem svo að hafna beri kröfum eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi að aðrir eigendur í húsinu skuli greiða kostnað við að fjarlægja runna og gljámispil í sameiginlegum garði. Sá sakar nágrannana um að hafa klippt þá of mikið á garðvinnudegi í maímánuði þannig að þeir skemmdust. Í álitinu kemur fram að um sé að ræða fjöleignarhús með þremur eignarhlutum. Í málinu krafðist eigandi íbúðar á 1. hæð þess að viðurkennt yrði íbúar í kjallara og á 2. hæð ættu að greiða kostnað við að fjarlægja runna í garðinum sem og kostnað við að fjarlægja gljámispil og setja nýjan. Segir hann að hann hafi ekki verið látinn vita af garðvinnudeginum né verið boðið að taka þátt. Fram kemur að þann 24. maí síðastliðinn hafi íbúar í kjallara og á 2. hæð snyrt runna sem liggur meðfram gangstétt að húsinu, enda hafi hann verið lasburða og aftrað eðlilegu göngufæri. Þá var gljámispill í garði hússins sömuleiðis klipptur. Eigendur íbúða í kjallara og 2. hæð fullyrða þeir að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð hafi gefið munnlegt samþykki fyrir því að klippt yrði vel af runnanum en hann neitar því þó. Stendur þar orð gegn orði. Átti bókaðan tíma á tattústofu Í álitinu kemur fram að umboðsmaður eiganda íbúðarinnar á 1. hæð hafi séð aðra íbúa undirbúa garðvinnuna umræddan dag en ekki getað stoppað þar sem hann hafi átt bókaðan tíma á tattústofu. Sá sem leitaði til kærunefndarinnar vegna málsins, eigandi íbúðar á 1. hæð, segir að framkvæmdirnar hafi gengið mun lengra en geti talist eðlileg garðverk eða viðhald á runnunum. „Þess utan hafi þær verið ranglega framkvæmdar, með röngu verkfæri og á röngum árstíma sem hafi valdið húsfélaginu tjóni. Ekki hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um þær á húsfundi. Einnig hafi verið um að ræða töluverða breytingu á sameign að utan sem hafi ekki bætt notagildi garðsins heldur skert það þar sem þetta dragi bæði úr skjóli frá veðrum og næði í garðinum,“ segir í álitsgerð og er bent á að slík breyting þurfi samþykki tveggja þriðjuhluta, eiganda samkvæmt lögum, bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Gljámispill verður vanalega 1,5 til tveggja metra hár. Latneskt heiti gljámispils er Cotoneaster lucidus.Getty Þegar farnir að taka við sér Í fundargerð húsfundar um mánuði eftir garðvinnudaginn fyrr á árinu var bókað að ákveðið hefði verið í sameiningu að klippa vel af runnunum þar sem þeir hefðu annaðhvort verið dauðir eða úr sér vaxnir og hamlað eðlilegri umferð um göngustíga á lóðinni. Sömuleiðis var bókað að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð neiti því að munnlegt samþykki hafi legið fyrir. Þó er óumdeilt í málinu að umboðsmaðurinn vissi af því að til hafi staðið að runnarnir yrðu klipptir. Athugasemdirnar hafi varðað það að þeir hafi verið klipptir of mikið og meti hann það sem svo – eftir að hafa ráðfært sig við garðyrkjufræðing innan fjölskyldunnar – að þeir séu ónýtir vegna viðhaldsins. Í álitinu kemur fram að þessu hafni íbúar í kjallara og 2. hæð og vísa til þess að runnarnir séu þegar farnir að taka við sér eftir snyrtinguna. Engin gögn sem benda til að runnarnir séu ónýtir Í niðurstöðukafla álits kærunefndarinnar segir að engin gögn liggi fyrir sem styðji það að runnarnir séu ónýtir eða að þörf sé á að fjarlægja þá vegna snyrtingarinnar í vor. Því telji nefndin ekki tilefni til að fallast á kröfu eigenda íbúðarinnar á 1. hæð að aðrir íbúar greiði kostnaðinn við að fjarlægja runnann. „Hvað varðar gljámispilinn þá segir [eigandi íbúðar á 1. hæð] í athugasemdum sínum að það verði að koma í ljós næsta vor hvort runninn lifi téða klippingu af. Af þeirri ástæðu telur kærunefnd ekki tilefni til að fallast á kröfuna um að íbúar í kjallara og 2. hæð verði gert að fjarlægja hann og setja nýjan á kostnað þeirra. Allir séu sammála um að ekki sé hægt að slá því föstu að gljámispillinn sé ónýtur.“ Kærunefndin bendir þó á að íbúi sem leitaði til nefndarinnar geti lagt ágreininginn fyrir dómstóla með venjulegum hætti. Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Garðyrkja Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Í álitinu kemur fram að um sé að ræða fjöleignarhús með þremur eignarhlutum. Í málinu krafðist eigandi íbúðar á 1. hæð þess að viðurkennt yrði íbúar í kjallara og á 2. hæð ættu að greiða kostnað við að fjarlægja runna í garðinum sem og kostnað við að fjarlægja gljámispil og setja nýjan. Segir hann að hann hafi ekki verið látinn vita af garðvinnudeginum né verið boðið að taka þátt. Fram kemur að þann 24. maí síðastliðinn hafi íbúar í kjallara og á 2. hæð snyrt runna sem liggur meðfram gangstétt að húsinu, enda hafi hann verið lasburða og aftrað eðlilegu göngufæri. Þá var gljámispill í garði hússins sömuleiðis klipptur. Eigendur íbúða í kjallara og 2. hæð fullyrða þeir að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð hafi gefið munnlegt samþykki fyrir því að klippt yrði vel af runnanum en hann neitar því þó. Stendur þar orð gegn orði. Átti bókaðan tíma á tattústofu Í álitinu kemur fram að umboðsmaður eiganda íbúðarinnar á 1. hæð hafi séð aðra íbúa undirbúa garðvinnuna umræddan dag en ekki getað stoppað þar sem hann hafi átt bókaðan tíma á tattústofu. Sá sem leitaði til kærunefndarinnar vegna málsins, eigandi íbúðar á 1. hæð, segir að framkvæmdirnar hafi gengið mun lengra en geti talist eðlileg garðverk eða viðhald á runnunum. „Þess utan hafi þær verið ranglega framkvæmdar, með röngu verkfæri og á röngum árstíma sem hafi valdið húsfélaginu tjóni. Ekki hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um þær á húsfundi. Einnig hafi verið um að ræða töluverða breytingu á sameign að utan sem hafi ekki bætt notagildi garðsins heldur skert það þar sem þetta dragi bæði úr skjóli frá veðrum og næði í garðinum,“ segir í álitsgerð og er bent á að slík breyting þurfi samþykki tveggja þriðjuhluta, eiganda samkvæmt lögum, bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Gljámispill verður vanalega 1,5 til tveggja metra hár. Latneskt heiti gljámispils er Cotoneaster lucidus.Getty Þegar farnir að taka við sér Í fundargerð húsfundar um mánuði eftir garðvinnudaginn fyrr á árinu var bókað að ákveðið hefði verið í sameiningu að klippa vel af runnunum þar sem þeir hefðu annaðhvort verið dauðir eða úr sér vaxnir og hamlað eðlilegri umferð um göngustíga á lóðinni. Sömuleiðis var bókað að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð neiti því að munnlegt samþykki hafi legið fyrir. Þó er óumdeilt í málinu að umboðsmaðurinn vissi af því að til hafi staðið að runnarnir yrðu klipptir. Athugasemdirnar hafi varðað það að þeir hafi verið klipptir of mikið og meti hann það sem svo – eftir að hafa ráðfært sig við garðyrkjufræðing innan fjölskyldunnar – að þeir séu ónýtir vegna viðhaldsins. Í álitinu kemur fram að þessu hafni íbúar í kjallara og 2. hæð og vísa til þess að runnarnir séu þegar farnir að taka við sér eftir snyrtinguna. Engin gögn sem benda til að runnarnir séu ónýtir Í niðurstöðukafla álits kærunefndarinnar segir að engin gögn liggi fyrir sem styðji það að runnarnir séu ónýtir eða að þörf sé á að fjarlægja þá vegna snyrtingarinnar í vor. Því telji nefndin ekki tilefni til að fallast á kröfu eigenda íbúðarinnar á 1. hæð að aðrir íbúar greiði kostnaðinn við að fjarlægja runnann. „Hvað varðar gljámispilinn þá segir [eigandi íbúðar á 1. hæð] í athugasemdum sínum að það verði að koma í ljós næsta vor hvort runninn lifi téða klippingu af. Af þeirri ástæðu telur kærunefnd ekki tilefni til að fallast á kröfuna um að íbúar í kjallara og 2. hæð verði gert að fjarlægja hann og setja nýjan á kostnað þeirra. Allir séu sammála um að ekki sé hægt að slá því föstu að gljámispillinn sé ónýtur.“ Kærunefndin bendir þó á að íbúi sem leitaði til nefndarinnar geti lagt ágreininginn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.
Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Garðyrkja Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira