Hákon og Óðinn fara á HM en hvorki Stiven Tobar né Teitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 11:15 Kristján Örn Kristjánsson hefur spilað vel í Frakklandi og er í hópnum. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örn Einarsson og Stiven Tobar Valencia eru hvorugir í HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar sem var tilkynntur í dag. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag lokahóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar en mótið fer að þessu sinni fram í Svíþjóð og Póllandi. Guðmundur hafði áður valið 35 manna úrtakshóp fyrir mótið en landsliðsþjálfarinn tilkynnti í dag um það hvaða nítján leikmenn fara með á HM. Sextán leikmenn eru í hóp hverju sinni og það eru því alltaf þrír leikmenn fyrir utan hópinn í hverjum leik. Guðmundur valdi þrjá markmenn þar sem Ágúst Elí Björgvinsson er til halds og trausts vegna meiðsla Viktors Gísla Hallgrímssonar. Viktor hefur verið í vandræðum með olnbogann sinn og Guðmundur vill passa upp á álagið á honum. Guðmundur valdi ekki Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn sinn heldur ákvað að taka frekar Hákon Daði Styrmisson sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Guðmundur ákvað líka að skilja Teit Örn Einarsson eftir heima en valdi frekar Óðinn Þór Ríkharðsson. Liðið er því með tvo hreinræktaða hægri hornamenn en ekki bara einn eins og á EM í janúar. Teitur er að spila með þýska stórliðinu Flensburg en það dugar ekki til að komast í nítján manna hóp Íslands. Guðmundur ræddi við Teit sem er tilbúinn til vara ef þörf er á að kalla hann inn. Guðmundur talaði líka um vinstri hornamanninn Orri Freyr Þorkelsson og vinstri skyttuna Daníel Þór Ingason á fundinum og að það hafi verið erfitt að skilja þá eftir. Báðir hafa þeir verið í kringum liðið á síðustu árum. Það er mikil áhugi á og spenna fyrir þessu móti meðal íslenskra handboltaáhugamanna enda náði íslenska liðið sjötta sæti á EM í ár og margir lykilmenn eru að gera frábæra hluti með liðum sínum erlendis. Væntingarnar til liðsins eru því mjög miklar í aðdraganda mótsins enda er Ísland með frábært lið og enn fremur lið á besta aldri. Æfingar liðsins byrja milli jóla og nýárs fyrir þá leikmenn sem luku leik með sínum félögum fyrir jól en þeir átta, sem koma seinna inn, byrja ekki að með liðinu fyrr en eftir áramót. Allt íslenska liðið kemur ´siðan saman til æfinga 2. janúar næstkomandi en flýgur síðan út til Þýskalands 6. janúar þar sem liðið mætir Þjóðverjum í tveimur æfingarleikjum. Liðið færir sig svo yfir til Svíþjóðar 10. janúar. Fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal 12. janúar en íslensku strákarnir mæta svo Ungverjum 14. janúar og loks Suður-Kóreu 16. janúar. Leikmannahópur Íslands á HM 2023: - Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, SC Leipzig Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag lokahóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar en mótið fer að þessu sinni fram í Svíþjóð og Póllandi. Guðmundur hafði áður valið 35 manna úrtakshóp fyrir mótið en landsliðsþjálfarinn tilkynnti í dag um það hvaða nítján leikmenn fara með á HM. Sextán leikmenn eru í hóp hverju sinni og það eru því alltaf þrír leikmenn fyrir utan hópinn í hverjum leik. Guðmundur valdi þrjá markmenn þar sem Ágúst Elí Björgvinsson er til halds og trausts vegna meiðsla Viktors Gísla Hallgrímssonar. Viktor hefur verið í vandræðum með olnbogann sinn og Guðmundur vill passa upp á álagið á honum. Guðmundur valdi ekki Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn sinn heldur ákvað að taka frekar Hákon Daði Styrmisson sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Guðmundur ákvað líka að skilja Teit Örn Einarsson eftir heima en valdi frekar Óðinn Þór Ríkharðsson. Liðið er því með tvo hreinræktaða hægri hornamenn en ekki bara einn eins og á EM í janúar. Teitur er að spila með þýska stórliðinu Flensburg en það dugar ekki til að komast í nítján manna hóp Íslands. Guðmundur ræddi við Teit sem er tilbúinn til vara ef þörf er á að kalla hann inn. Guðmundur talaði líka um vinstri hornamanninn Orri Freyr Þorkelsson og vinstri skyttuna Daníel Þór Ingason á fundinum og að það hafi verið erfitt að skilja þá eftir. Báðir hafa þeir verið í kringum liðið á síðustu árum. Það er mikil áhugi á og spenna fyrir þessu móti meðal íslenskra handboltaáhugamanna enda náði íslenska liðið sjötta sæti á EM í ár og margir lykilmenn eru að gera frábæra hluti með liðum sínum erlendis. Væntingarnar til liðsins eru því mjög miklar í aðdraganda mótsins enda er Ísland með frábært lið og enn fremur lið á besta aldri. Æfingar liðsins byrja milli jóla og nýárs fyrir þá leikmenn sem luku leik með sínum félögum fyrir jól en þeir átta, sem koma seinna inn, byrja ekki að með liðinu fyrr en eftir áramót. Allt íslenska liðið kemur ´siðan saman til æfinga 2. janúar næstkomandi en flýgur síðan út til Þýskalands 6. janúar þar sem liðið mætir Þjóðverjum í tveimur æfingarleikjum. Liðið færir sig svo yfir til Svíþjóðar 10. janúar. Fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal 12. janúar en íslensku strákarnir mæta svo Ungverjum 14. janúar og loks Suður-Kóreu 16. janúar. Leikmannahópur Íslands á HM 2023: - Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, SC Leipzig Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen
Leikmannahópur Íslands á HM 2023: - Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, SC Leipzig Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira