Einstakt kuldakast ógn við líf manna í Bandaríkjunum og Kanada Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. desember 2022 07:03 Búast má við dauðsföllum vegna kuldans. AP/Jeff Roberson Mikið kuldakast gengur nú yfir Bandaríkin og Kanada og vara sérfræðingar fólk við því að kal geti myndast á húð á aðeins nokkrum mínútum. Veðurviðvaranir um helgina ná til 135 milljóna manna á sama tíma og gríðarlega margir eru á faraldsfæti. Varað er við veðrinu þvert yfir Bandaríkin og jafnvel niður að landamærum Mexíkó og í sólskinsríkinu Flórída. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í New York, Kentucky, Norður-Karólíunu, Vestur-Virginíu, Georgíu og Oklahoma. Þúsundum flugferða hefur þegar verið aflýst eftir því sem bætir í storminn og víða er því spáð að um jólin verði allt á kafi í snjó. Sumstaðar er búist við því að frostið fari í 50 gráður á celsíus. Slíkar tölur gætu líka sést á mannmörgum stöðum eins og í borginni De Moines í Iowa. The ongoing major winter storm will continue to produce areas of heavy snow, strong winds, and life-threatening wind chills through Saturday. If traveling for the holiday, please use extreme caution and pay attention to the latest forecasts and updates. pic.twitter.com/WqMskJosNf— NWS Weather Prediction Center (@NWSWPC) December 22, 2022 Joe Biden forseti varaði landsmenn við því sem koma skal í ræðu í gærkvöldi, þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima og hætta sér ekki út í óveðrið. „Þetta er ekki snjódagur, eins og þegar við vorum börn. Þetta er alvarlegt ástand,“ sagði forsetinn. Þá óttast yfirvöld líka tjón af völdum veðursins, þar sem ískrapi getur myndað stíflur og framkallað flóð í ám og lækjum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir um að ræða einstakan veðurviðburð og gerir ráð fyrir að yfir 100 kuldamet gætu fallið. Kuldinn muni ógna lífi og heilsu íbúa á austurströndinni. Veður Bandaríkin Kanada Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Varað er við veðrinu þvert yfir Bandaríkin og jafnvel niður að landamærum Mexíkó og í sólskinsríkinu Flórída. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í New York, Kentucky, Norður-Karólíunu, Vestur-Virginíu, Georgíu og Oklahoma. Þúsundum flugferða hefur þegar verið aflýst eftir því sem bætir í storminn og víða er því spáð að um jólin verði allt á kafi í snjó. Sumstaðar er búist við því að frostið fari í 50 gráður á celsíus. Slíkar tölur gætu líka sést á mannmörgum stöðum eins og í borginni De Moines í Iowa. The ongoing major winter storm will continue to produce areas of heavy snow, strong winds, and life-threatening wind chills through Saturday. If traveling for the holiday, please use extreme caution and pay attention to the latest forecasts and updates. pic.twitter.com/WqMskJosNf— NWS Weather Prediction Center (@NWSWPC) December 22, 2022 Joe Biden forseti varaði landsmenn við því sem koma skal í ræðu í gærkvöldi, þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima og hætta sér ekki út í óveðrið. „Þetta er ekki snjódagur, eins og þegar við vorum börn. Þetta er alvarlegt ástand,“ sagði forsetinn. Þá óttast yfirvöld líka tjón af völdum veðursins, þar sem ískrapi getur myndað stíflur og framkallað flóð í ám og lækjum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir um að ræða einstakan veðurviðburð og gerir ráð fyrir að yfir 100 kuldamet gætu fallið. Kuldinn muni ógna lífi og heilsu íbúa á austurströndinni.
Veður Bandaríkin Kanada Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira