Örvfættir miðverðir eftirsóttir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 22:01 Hinn fjölhæfi David Alaba er í dag einn af bestu örvfættu miðvörðum heims að mati ESPN. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna. Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira