Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2022 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og fjölmenn samninganefnd félagsins mættu með nýtt og breytt tilboð til SA hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. Efling mætti með breytt tilboð frá kröfum sem lagðar voru fram í síðustu viku til Samtaka atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Launahækkanir verði á bilinu 57.500 til 65.558 krónur að meðtalinni 15.000 króna framfærsluuppbót. Grafík/Hjalti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa fallist á að hagvaxtarauki sem koma átti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum falli niður en verði bættur upp með öðrum launaliðshækkunum. Formaður Eflingar segir að nú verði samninganefnd félagsins að leggjast yfir málin eftir að SA hafnaði nýju tilboði félagsins í morgun.Vísir/Vilhelm „Samtök atvinnulífsins féllust ekki á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Þannig að það var bara niðurstaða fundarins,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA mætti hálfstiginn upp úr flensu til fundarins og minnti á að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um 80 þúsund manns í landinu. Kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur legið í flensu undanfarna daga en lét sig hafa það að mæta til fundar við samninganefnd Eflingar í morgun.Vísir/Vilhelm „Frá þeirri línu geta Samtök atvinnulífsins ekki hvikað. Vegna þess að þá værum við að bregðast trúnaði fólksins í landinu. Á þeim grunni lýsti ég því yfir með mjög afdráttarlausum hætti að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir tilboð félagsins þýða að mest yrði launahækkun upp á 66 tæplega þúsund krónur. „Þeir samningar sem náðst hafa og nú hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum þarna að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði,“ segir Sólveig Anna. Nú þurfi samninganefnd Eflingar að setjast yfir málin og meta næstu skref. Ríkissáttasemjari og aðstoðarsáttasemjari fyrir miðju ásamt samninganefnd SA (tv) og framlínu samninganefndar Eflingar.Vísir/Vilhelm „Það er alveg sjálfsagt að sýna sveigjanleika og útsjónarsemi til að koma sérstaklega til móts við einstaka viðsemjendur. En við getum aldrei hvikað frá þessu kostnaðarmati. Á þeim grunni kaus ríkissáttasemjari að boða til nýs fundar milli jóla og nýárs, að morgni 27. desember, og ég kýs að túlka þau orð með þeim hætti að Efling hafi fallist á viðræður á þeim grundvelli sem ég tel að sé risastórt skref í rétta átt,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá verða aðeins fimm dagar til áramóta. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og SA aftur til fundar á þriðjudagsmorgun, fimm dögum fyrir áramót.Vísir/Vilhelm „Með því að semja fyrir áramót hef ég sagt að við getum tryggt afturvirkni kjarasamningsins til 1. nóvember. En því lengur sem kjaraviðræður tefjast, því erfiðara verður að tryggja slíka afturvirkni,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar óttast ekki að félagar hennar tapi afturvirkni samninga til 1. nóvember. „Nei, ég hræðist það ekki. Enda væri það náttúrlega fráleitt að fara að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins, sem heldur öllu gangandi, fyrir það að standa í öflugri kjarabaráttu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Efling mætti með breytt tilboð frá kröfum sem lagðar voru fram í síðustu viku til Samtaka atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Launahækkanir verði á bilinu 57.500 til 65.558 krónur að meðtalinni 15.000 króna framfærsluuppbót. Grafík/Hjalti Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa fallist á að hagvaxtarauki sem koma átti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum falli niður en verði bættur upp með öðrum launaliðshækkunum. Formaður Eflingar segir að nú verði samninganefnd félagsins að leggjast yfir málin eftir að SA hafnaði nýju tilboði félagsins í morgun.Vísir/Vilhelm „Samtök atvinnulífsins féllust ekki á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Þannig að það var bara niðurstaða fundarins,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA mætti hálfstiginn upp úr flensu til fundarins og minnti á að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um 80 þúsund manns í landinu. Kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur legið í flensu undanfarna daga en lét sig hafa það að mæta til fundar við samninganefnd Eflingar í morgun.Vísir/Vilhelm „Frá þeirri línu geta Samtök atvinnulífsins ekki hvikað. Vegna þess að þá værum við að bregðast trúnaði fólksins í landinu. Á þeim grunni lýsti ég því yfir með mjög afdráttarlausum hætti að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar segir tilboð félagsins þýða að mest yrði launahækkun upp á 66 tæplega þúsund krónur. „Þeir samningar sem náðst hafa og nú hafa verið samþykktir hjá iðnaðarmönnum og verslunarmönnum þar er einmitt hæsta hækkunin 66 þúsund. Þannig að við erum þarna að vinna með þær nálganir sem niðurstaða hefur náðst um á vinnumarkaði,“ segir Sólveig Anna. Nú þurfi samninganefnd Eflingar að setjast yfir málin og meta næstu skref. Ríkissáttasemjari og aðstoðarsáttasemjari fyrir miðju ásamt samninganefnd SA (tv) og framlínu samninganefndar Eflingar.Vísir/Vilhelm „Það er alveg sjálfsagt að sýna sveigjanleika og útsjónarsemi til að koma sérstaklega til móts við einstaka viðsemjendur. En við getum aldrei hvikað frá þessu kostnaðarmati. Á þeim grunni kaus ríkissáttasemjari að boða til nýs fundar milli jóla og nýárs, að morgni 27. desember, og ég kýs að túlka þau orð með þeim hætti að Efling hafi fallist á viðræður á þeim grundvelli sem ég tel að sé risastórt skref í rétta átt,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá verða aðeins fimm dagar til áramóta. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og SA aftur til fundar á þriðjudagsmorgun, fimm dögum fyrir áramót.Vísir/Vilhelm „Með því að semja fyrir áramót hef ég sagt að við getum tryggt afturvirkni kjarasamningsins til 1. nóvember. En því lengur sem kjaraviðræður tefjast, því erfiðara verður að tryggja slíka afturvirkni,“ segir Halldór Benjamín. Formaður Eflingar óttast ekki að félagar hennar tapi afturvirkni samninga til 1. nóvember. „Nei, ég hræðist það ekki. Enda væri það náttúrlega fráleitt að fara að refsa sérstaklega verka- og láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins sem knýr hér áfram hjól hagvaxtarins, sem heldur öllu gangandi, fyrir það að standa í öflugri kjarabaráttu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49
Sólveig Anna segir Eflingu hafa komið til móts við SA en vill meiri hækkanir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að félagið hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins með nýju samningstilboði sem kynnt var í gær. Hún segir þó alveg ljóst að verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkanir en samið hafi verið um í samningum við Starfsgreinasambandið. 22. desember 2022 09:58
86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51