Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2022 15:08 Keflavíkurflugvöllur var pakkaður eftir að Reykjanesbraut opnaði loksins á þriðjudag. Vísir/Fanndís Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. Reykjanesbraut var lokuð í rúman sólarhring vegna veðurs í vikunni og var fjölda ferða aflýst vegna þessa, þó aðstæður á flugvellinum sjálfum hafi verið í lagi. Breiðþotur voru meðal annars leigðar til að koma fólki fyrr á leiðarenda en alls höfðu raskanirnar áhrif á um 24 þúsund farþega. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir marga hafa haft samband vegna málsins. „Fólk hefur talsvert hringt í okkur eða haft samband til að kanna mögulegan rétt sinn gagnvart þessum aðstæðum sem sköpuðust. Þannig við höfum haft í nógu að snúast að svara því eins og hægt er,“ segir Þórhildur. Eiga alltaf rétt á ákveðinni aðstoð Sömu sögu er að segja af Neytendasamtökunum en Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir farþega alltaf eiga rétt á ákveðnum bótum. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm „Burtséð frá ástæðunni fyrir seinkun eða aflýsingu, hvort sem það er veður eða náttúruhamfarir, þá eiga flugfarþegar rétt á aðstoð frá flugrekanda. Það er máltíð eða einhvers konar hressing í samræmi við lengd tafarinnar og svo hótelgisting ef að svo ber undir,“ segir Breki. Flugrekenda sé skilt að bjóða upp á slíkt en geri hann það ekki á farþegi rétt á endurgreiðslu á máltíðum og gistingu. Þá eigi farþegar mögulega rétt á skaðabætum ef að um er að ræða aðstæður sem að flugrekandi átti að sjá fyrir. Hann hvetur fólk til að leita réttar síns. „Það er mjög mikilvægt að fólk sæki sér þennan rétt því það hefur verið barist fyrir honum, ef við sækjum ekki rétt okkar þá fellur hann niður. Þannig það er um að gera að sækja rétt sinn og fá þessa endurgreiðslu sem fólk á rétt á, og bætur í sumum tilvikum,“ segir Breki. Best ef flugrekandi og farþegi ná saman Þórhildur tekur undir það að fólk eigi alltaf rétt á ákveðnum bótum en það fari eftir aðstæðum hverju fólk á rétt á. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.Vísir Ef að aðstæður eru óviðráðanlegar, líkt og með veður, þá geti það haft áhrif á skaðabætur. Þá spili inn í lengd ferðalagsins, hvort um sé að ræða aflýsingu eða seinkun, hvort fólk sé komið á flugvöllinn, og svo framvegis. Samgöngustofa tekur þó aðeins málið fyrir ef að farþegi og flugrekandi ná ekki saman, sem er alltaf fyrsta val. „Það er í raun ekki fyrr en í harðbakkann slær sem að Samgöngustofa kemur að málum. Ef að kvörtun berst frá fareþega, þá er það í kjölfar þess að þau ná ekki niðurstöðu með flugrekenda. Þannig best er alltaf að það sé fullreynt fyrst áður en hið formlega kvörtunarferli fer af stað en vissulega geta verið einhver úrlausnarefni sem að verða bara skoðuð,“ segir Þórhildur. Ítarlegar upplýsingar um réttindi farþega má finna bæði á vef Neytendasamtakanna og á vef Samgöngustofu. Megi ekki gerast aftur Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um málið og mun sá hópur skila niðurstöðum innan mánaðar. Umhverfis og samgöngunefnd fundaði þá um málið í dag og kallaði innviðaráðherra á fundinn. Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, segir ljóst að þörf sé á að byggja upp samgönguinnviði að Keflavíkurflugvelli líkt og gert hefur verið á flugvellinum sjálfum. „Það voru allir algjörlega sammála um það að það þyrfti að bregðast við og það væri mikið öryggismál að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Þetta er þjóðaröryggismál og líka bara öryggismál fyrir þá sem eru hér á ferðinni,“ segir Vilhjálmur. Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12 Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. 21. desember 2022 16:41 Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. 20. desember 2022 21:45 Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24 Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Reykjanesbraut var lokuð í rúman sólarhring vegna veðurs í vikunni og var fjölda ferða aflýst vegna þessa, þó aðstæður á flugvellinum sjálfum hafi verið í lagi. Breiðþotur voru meðal annars leigðar til að koma fólki fyrr á leiðarenda en alls höfðu raskanirnar áhrif á um 24 þúsund farþega. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir marga hafa haft samband vegna málsins. „Fólk hefur talsvert hringt í okkur eða haft samband til að kanna mögulegan rétt sinn gagnvart þessum aðstæðum sem sköpuðust. Þannig við höfum haft í nógu að snúast að svara því eins og hægt er,“ segir Þórhildur. Eiga alltaf rétt á ákveðinni aðstoð Sömu sögu er að segja af Neytendasamtökunum en Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir farþega alltaf eiga rétt á ákveðnum bótum. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm „Burtséð frá ástæðunni fyrir seinkun eða aflýsingu, hvort sem það er veður eða náttúruhamfarir, þá eiga flugfarþegar rétt á aðstoð frá flugrekanda. Það er máltíð eða einhvers konar hressing í samræmi við lengd tafarinnar og svo hótelgisting ef að svo ber undir,“ segir Breki. Flugrekenda sé skilt að bjóða upp á slíkt en geri hann það ekki á farþegi rétt á endurgreiðslu á máltíðum og gistingu. Þá eigi farþegar mögulega rétt á skaðabætum ef að um er að ræða aðstæður sem að flugrekandi átti að sjá fyrir. Hann hvetur fólk til að leita réttar síns. „Það er mjög mikilvægt að fólk sæki sér þennan rétt því það hefur verið barist fyrir honum, ef við sækjum ekki rétt okkar þá fellur hann niður. Þannig það er um að gera að sækja rétt sinn og fá þessa endurgreiðslu sem fólk á rétt á, og bætur í sumum tilvikum,“ segir Breki. Best ef flugrekandi og farþegi ná saman Þórhildur tekur undir það að fólk eigi alltaf rétt á ákveðnum bótum en það fari eftir aðstæðum hverju fólk á rétt á. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.Vísir Ef að aðstæður eru óviðráðanlegar, líkt og með veður, þá geti það haft áhrif á skaðabætur. Þá spili inn í lengd ferðalagsins, hvort um sé að ræða aflýsingu eða seinkun, hvort fólk sé komið á flugvöllinn, og svo framvegis. Samgöngustofa tekur þó aðeins málið fyrir ef að farþegi og flugrekandi ná ekki saman, sem er alltaf fyrsta val. „Það er í raun ekki fyrr en í harðbakkann slær sem að Samgöngustofa kemur að málum. Ef að kvörtun berst frá fareþega, þá er það í kjölfar þess að þau ná ekki niðurstöðu með flugrekenda. Þannig best er alltaf að það sé fullreynt fyrst áður en hið formlega kvörtunarferli fer af stað en vissulega geta verið einhver úrlausnarefni sem að verða bara skoðuð,“ segir Þórhildur. Ítarlegar upplýsingar um réttindi farþega má finna bæði á vef Neytendasamtakanna og á vef Samgöngustofu. Megi ekki gerast aftur Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um málið og mun sá hópur skila niðurstöðum innan mánaðar. Umhverfis og samgöngunefnd fundaði þá um málið í dag og kallaði innviðaráðherra á fundinn. Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, segir ljóst að þörf sé á að byggja upp samgönguinnviði að Keflavíkurflugvelli líkt og gert hefur verið á flugvellinum sjálfum. „Það voru allir algjörlega sammála um það að það þyrfti að bregðast við og það væri mikið öryggismál að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Þetta er þjóðaröryggismál og líka bara öryggismál fyrir þá sem eru hér á ferðinni,“ segir Vilhjálmur.
Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12 Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. 21. desember 2022 16:41 Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. 20. desember 2022 21:45 Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24 Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12
Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. 21. desember 2022 16:41
Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. 20. desember 2022 21:45
Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24
Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31