WHO skortir gögn frá Kína þar sem biðraðir myndast við líkbrennslur Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 14:42 Lík flutt til brennslu í Hebei-héraði í Kína í morgun. AP Opinberar tölur yfirvalda í Kína yfir fjölda þeirra sem látist hafa vegna Covid eru líklega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta segja forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en sérfræðingar segja mögulegt að fjölmargir muni deyja vegna faraldursins þar á árinu. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira