Erlent

Kona í Noregi dæmd fyrir dráp á gull­fiskum með klór

Atli Ísleifsson skrifar
Konan er ekki ánægð með að hafa máluð upp sem „gullfiskamorðingi“.
Konan er ekki ánægð með að hafa máluð upp sem „gullfiskamorðingi“. Getty

Dómstóll í Noregi hefur sakfellt konu á sextugsaldri fyrir að hafa drepið þrjá gullfiska með klór.

„Að þetta mál rati fyrir dómstóla er svo vitlaust að ég get varla verið málefnaleg,“ sagði konan fyrir dómi.

VG segir frá málinu. Konunni var upphaflega gert að greiða sekt upp á fimm þúsund norskra króna, um 75 þúsund íslenskra, fyrir að hafa drepið fjörutíu gullfiska sem hafi verið í fiskabúri. Konan neitaði að greiða sektina sem varð til þess að málið rataði fyrir dómstóla.

Dómari í málinu var sammála konunni að ekki hefði verið hægt að færa sönnur á að fleiri en þrír fiskar hafi verið í umræddu fiskabúri. Hún var engu að síður sakfelld og gert að greiða sex þúsund norskra króna, um 89 þúsund krónur.

Í frétt VG segir að konan hafi neitað sök og að hún sé mjög ósátt með að hafa verið máluð upp sem „gullfiskamorðingi“.

Konan var sökuð um að hafa hellt klór í fiskabúr kunningja síns sumarið 2021, eftir að sá hafði tekið poka með óþekktu innihaldi sem hafi verið í eigu konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×