Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 11:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur legið í flensu undanfarið en lét sig ekki vanta í Karphúsið í dag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum: Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum:
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira