„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2022 21:00 Wiktoria Joanna Ginter, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Stöð 2 Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. Í færslu sem Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ birti í gær sagði að byrjað yrði á Íslendingum við matarúthlutun og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Þeirri færslu var eytt í morgun og önnur sett inn þar sem beðist var afsökunar. Margir sökuðu í kjölfarið Fjölskylduhjálp um að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að um væri að ræða brot á 65. grein stjórnarskárinnar þar sem kveðið er á um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Samtök kvenna af erlendum uppruna eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Fjölskylduhjálp harðlega. „Þetta var sjokk fyrir okkur vegna þess að fyrst og fremst þá er svona framkoma við útlendinga og fólk af erlendum uppruna á Íslandi er ólögleg, og svo er þetta bara frekar viðbjóðslegt,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, stjórnarkona í samtökunum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag en sjálfboðaliði sagði í hádegisfréttum að um misskilning hafi verið að ræða og að engin mismunun hafi átt sér stað. „Þetta er ekki misskilningur, við höldum að þetta sé viljandi og við þurfum að refsa fyrir þetta því þetta er ekki í boði í fjölmenningarsamfélagi,“ segir Wiktoria. „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist einu sinni en við vitum alveg og við erum með gögn fyrir því að þetta er búið að ganga í minnsta kosti frá árinu 2010.“ Hún vísar þar í frétt frá árinu 2010 þar sem fram kom að Íslendingar hafi verið settir í eina röð en útlendingar í aðra. Fyrir tveimur árum kom síðan fyrrverandi sjálfboðaliði fram og sagði fólki hafa verið mismunað á grundvelli trúarbragða. „Við teljum að það besta sem getur gerst núna í þeirra horni er bara að stjórnin segir af sér. Þetta er ekki í frysta skiptið sem þetta gerist, þetta er ekki misskilningur, og þess vegna er tími fyrir aðra til að taka yfir og gera þetta manneskjulegt,“ segir Wiktoria. Hún bendir einnig á að mismunun eigi sér stað víðar og að samfélagið allt þurfi að vekja athygli þegar eitthvað þessu líkt kemur upp. Þá þurfi fleiri samtök og jafnvel Alþingi að fordæma slíka hegðun. „Ég veit alveg að þetta eru ekki bara ein samtök eða einhver einn staður þar sem svona hegðun er til staðar þannig við þurfum að tækla þetta saman,“ segir Wiktoria. Hjálparstarf Reykjanesbær Félagsmál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Halli blandar sér í fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Í færslu sem Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ birti í gær sagði að byrjað yrði á Íslendingum við matarúthlutun og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Þeirri færslu var eytt í morgun og önnur sett inn þar sem beðist var afsökunar. Margir sökuðu í kjölfarið Fjölskylduhjálp um að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að um væri að ræða brot á 65. grein stjórnarskárinnar þar sem kveðið er á um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Samtök kvenna af erlendum uppruna eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Fjölskylduhjálp harðlega. „Þetta var sjokk fyrir okkur vegna þess að fyrst og fremst þá er svona framkoma við útlendinga og fólk af erlendum uppruna á Íslandi er ólögleg, og svo er þetta bara frekar viðbjóðslegt,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, stjórnarkona í samtökunum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag en sjálfboðaliði sagði í hádegisfréttum að um misskilning hafi verið að ræða og að engin mismunun hafi átt sér stað. „Þetta er ekki misskilningur, við höldum að þetta sé viljandi og við þurfum að refsa fyrir þetta því þetta er ekki í boði í fjölmenningarsamfélagi,“ segir Wiktoria. „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist einu sinni en við vitum alveg og við erum með gögn fyrir því að þetta er búið að ganga í minnsta kosti frá árinu 2010.“ Hún vísar þar í frétt frá árinu 2010 þar sem fram kom að Íslendingar hafi verið settir í eina röð en útlendingar í aðra. Fyrir tveimur árum kom síðan fyrrverandi sjálfboðaliði fram og sagði fólki hafa verið mismunað á grundvelli trúarbragða. „Við teljum að það besta sem getur gerst núna í þeirra horni er bara að stjórnin segir af sér. Þetta er ekki í frysta skiptið sem þetta gerist, þetta er ekki misskilningur, og þess vegna er tími fyrir aðra til að taka yfir og gera þetta manneskjulegt,“ segir Wiktoria. Hún bendir einnig á að mismunun eigi sér stað víðar og að samfélagið allt þurfi að vekja athygli þegar eitthvað þessu líkt kemur upp. Þá þurfi fleiri samtök og jafnvel Alþingi að fordæma slíka hegðun. „Ég veit alveg að þetta eru ekki bara ein samtök eða einhver einn staður þar sem svona hegðun er til staðar þannig við þurfum að tækla þetta saman,“ segir Wiktoria.
Hjálparstarf Reykjanesbær Félagsmál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Halli blandar sér í fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Halli blandar sér í fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37