Þessu greinir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar frá í tilkynningu.
Samhliða kaupsamningi hefur verið gerður þjónustusamningur milli félaganna til 12 ára um heildsöluaðgang og þjónustu yfir burðar- og aðgangsnet Ljósleiðarans, sem og þjónustu um internettengingar til útlanda.
Umsamið kaupverð eru 3 milljarðar króna og segir í tilkynningu að viðskiptin muni hafa jákvæð áhrif á rekstrarkostnað og lækka árlega fjárfestingaþörf.
„Þessi viðskipti hafa verið í ferli í langan tíma og því mjög ánægjulegt að málið sé í höfn. Samhliða þessum viðskiptum munu átta starfsmenn færast yfir til Ljósleiðarans en þeir hafa staðið sig afar vel í störfum og uppbyggingu fyrir félagið í langan tíma og þökkum við þeim því kærlega fyrir þeirra framlag og óskum þeim góðs gengis á nýjum stað þar sem við munum áfram njóta þjónustu þeirra,“ segir Yngvi Halldórsson í sömu tilkynningu.
Vísir er í eigu Sýnar.