„Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2022 13:00 Fostið síðustu daga hefur haft veruleg áhrif á rekstur sundlauganna. Vísir/Egill Sundlaugar Reykjavíkur verða áfram lokaðar í dag. Metið verður síðar í dag hvort hægt verði að opna á ný á morgun. Starfsfólkið mætti hins vegar til vinnu og nýtti tímann vel. Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
„Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52