Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2022 22:31 Öllu Evrópuflugi Icelandair í fyrramálið hefur verið aflýst. Hallfríður Ólafsdóttir Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vonast sé eftir því að aðstæður við Keflavíkurflugvöll lagist eftir því sem líður á daginn. Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélaginu. Unnið er að því að koma þeim farþegum sem hafa verið fastir á Keflavíkurflugvelli í dag með rútum til Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að staðan á flugvellinum hafi verið mjög snúin í dag þar sem starfsfólk átti í erfiðleikum með að komast til vinnu og því var fáliðað á flugvellinum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir daginn hafa verið afar erfiðan, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Við aðstæðurnar sem sköpuðust var ekki hægt að veita farþegum þá þjónustu sem flugfélagið hefði viljað. „Sem betur fer lítur nú út fyrir að í kvöld takist að koma farþegum frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins. Við gerum okkur grein fyrir því að þessar raskanir hafa mikil áhrif á hátíðaráætlanir margra og við gerum allt sem við getum til þess að koma öllum farþegum á áfangastað þegar veðrið hefur gengið yfir. Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki félagsins sem staðið hefur í eldlínunni í dag við mjög erfiðar aðstæður og farþegum okkar fyrir að sýna þolinmæði og skilning við erfiðar aðstæður,“ er haft eftir Boga í tilkynningu.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
Gul viðvörun um allt land á morgun Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu. 19. desember 2022 17:40