Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 13:18 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. Rafrænni atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SGS lauk í hádeginu í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, segir verið að leggja lokahönd á heildartalningu. 92 prósent greiddu atkvæði með kjarasamningnum á Akranesi en verkalýðsfélagið er eitt af sautján sem greiddu atkvæði. „Þetta er fjórum prósentum hærra en í Lífskjarasamningunum árið 2019. Ég er afskaplega stoltur og ánægður. Mínir félagsmenn hafa meðtekið að þetta sé góður samningur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir félagsmenn SGS hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er avleg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Uppfært klukkan 13:44 Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Fréttin verður uppfærð þegar niðurstaða liggur fyrir í heild. Akranes Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum SGS lauk í hádeginu í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, segir verið að leggja lokahönd á heildartalningu. 92 prósent greiddu atkvæði með kjarasamningnum á Akranesi en verkalýðsfélagið er eitt af sautján sem greiddu atkvæði. „Þetta er fjórum prósentum hærra en í Lífskjarasamningunum árið 2019. Ég er afskaplega stoltur og ánægður. Mínir félagsmenn hafa meðtekið að þetta sé góður samningur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir félagsmenn SGS hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er avleg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Uppfært klukkan 13:44 Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Fréttin verður uppfærð þegar niðurstaða liggur fyrir í heild.
Akranes Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira