Fimm bætast í hóp eigenda hjá KPMG Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2022 12:32 Lilja Dögg Karlsdóttir, Helgi Níelsson, Díana Hilmarsdóttir, Sigurvin Bárður Sigurjónsson og Ásgeir Skorri Thoroddsen. Aðsend Ásgeir Skorri Thoroddsen, Díana Hilmarsdóttir, Helgi Níelsson, Lilja Dögg Karlsdóttir og Sigurvin Bárður Sigurjónsson hafa bæst í eigendahóp KPMG. Í tilkynningu frá KPMG segir að þau hafi öll starfað hjá félaginu um árabil, en alls starfa yfir þrjú hundruð manns á Íslandi og yfir 265 þúsund manns á heimsvísu í yfir 143 löndum. „Ásgeir Skorri Thoroddsen hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Ásgeir hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2015. Hann er lögfræðingur að mennt og stundar MBA nám samhliða störfum sínum hjá KPMG. Ásgeir hefur sérhæft sig í fyrirtækja-, félaga- og skattarétti. Í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu KPMG við nýsköpunargeirann. Auk þess tengist stór hluti þeirra verkefna sem Ásgeir sinnir ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum og fjármögnun þeirra. Díana Hilmarsdóttir er ný í eigendahópi KPMG og starfar á endurskoðunarsviði. Hún lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Díana er með víðtæka reynslu við að þjónusta fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár verið verkefnastjóri í endurskoðun félaga af öllum stærðargráðum í ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. skráðum félögum sem gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá hefur hún einnig unnið að mörgum verkefnum í reikningshaldi og skattamálum sem og í innri verkefnum einna helst tengdum gæðamálum og þekkingarmiðlun. Helgi Níelsson er nýr í eigendahópi KPMG. Helgi er Eyfirðingur og hefur starfað á endurskoðunarsviði KPMG í tæp tuttugu og fjögur ár eða frá árinu 1998. Helgi er með próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2008. Helgi hefur unnið að margvíslegum verkefnum fyrir félagið þó aðallega í endurskoðun, reikningshaldi og verkefnum tengdum sköttum. Hann hefur m.a. unnið á skrifstofum KPMG í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en þar stýrði hann rekstrinum síðastliðin sex ár, en heldur nú aftur norður á Akureyri. Lilja Dögg Karlsdóttir er ný í eigendahópi KPMG. Hún er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og býr þar enn. Lilja Dögg er með Cand Oecon próf frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi frá árinu 2009. Hún hefur starfað hjá KPMG í rúm tuttugu ár og er í forsvari fyrir skrifstofu KPMG í Reykjanesbæ. Lilja Dögg hefur komið að endurskoðun og reikningsskilum ýmissa aðila bæði í einkageiranum og þeim opinbera Sigurvin Bárður Sigurjónsson er nýr í eigandahópi KPMG en hann hóf störf á ráðgjafarsviði KPMG í september 2008. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, með mastersgráðu í Quantitative Finance frá Cass Business School og er með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Sigurvin vann áður sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum. Í störfum sínum hjá KPMG leggur hann áherslu á áhættustjórnun, eftirlitsskýrslugjöf, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Sigurvin hefur þjónustað félög í flestum atvinnugreinum, en leggur sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, opinbera aðila og skráð félög,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Í tilkynningu frá KPMG segir að þau hafi öll starfað hjá félaginu um árabil, en alls starfa yfir þrjú hundruð manns á Íslandi og yfir 265 þúsund manns á heimsvísu í yfir 143 löndum. „Ásgeir Skorri Thoroddsen hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Ásgeir hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2015. Hann er lögfræðingur að mennt og stundar MBA nám samhliða störfum sínum hjá KPMG. Ásgeir hefur sérhæft sig í fyrirtækja-, félaga- og skattarétti. Í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu KPMG við nýsköpunargeirann. Auk þess tengist stór hluti þeirra verkefna sem Ásgeir sinnir ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum og fjármögnun þeirra. Díana Hilmarsdóttir er ný í eigendahópi KPMG og starfar á endurskoðunarsviði. Hún lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Díana er með víðtæka reynslu við að þjónusta fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár verið verkefnastjóri í endurskoðun félaga af öllum stærðargráðum í ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. skráðum félögum sem gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá hefur hún einnig unnið að mörgum verkefnum í reikningshaldi og skattamálum sem og í innri verkefnum einna helst tengdum gæðamálum og þekkingarmiðlun. Helgi Níelsson er nýr í eigendahópi KPMG. Helgi er Eyfirðingur og hefur starfað á endurskoðunarsviði KPMG í tæp tuttugu og fjögur ár eða frá árinu 1998. Helgi er með próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2008. Helgi hefur unnið að margvíslegum verkefnum fyrir félagið þó aðallega í endurskoðun, reikningshaldi og verkefnum tengdum sköttum. Hann hefur m.a. unnið á skrifstofum KPMG í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en þar stýrði hann rekstrinum síðastliðin sex ár, en heldur nú aftur norður á Akureyri. Lilja Dögg Karlsdóttir er ný í eigendahópi KPMG. Hún er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og býr þar enn. Lilja Dögg er með Cand Oecon próf frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi frá árinu 2009. Hún hefur starfað hjá KPMG í rúm tuttugu ár og er í forsvari fyrir skrifstofu KPMG í Reykjanesbæ. Lilja Dögg hefur komið að endurskoðun og reikningsskilum ýmissa aðila bæði í einkageiranum og þeim opinbera Sigurvin Bárður Sigurjónsson er nýr í eigandahópi KPMG en hann hóf störf á ráðgjafarsviði KPMG í september 2008. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, með mastersgráðu í Quantitative Finance frá Cass Business School og er með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Sigurvin vann áður sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum. Í störfum sínum hjá KPMG leggur hann áherslu á áhættustjórnun, eftirlitsskýrslugjöf, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Sigurvin hefur þjónustað félög í flestum atvinnugreinum, en leggur sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, opinbera aðila og skráð félög,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira